Staða samninga sem menningar- og íþróttanefnd kemur að

Málsnúmer 201310015

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 08.10.2013

Samningar sem eru útrunnir eða renna út á þessu ári og tengjast málaflokkum menningar- og íþróttanefndar:
Arnhólsstaðir mars 2012, Iðavellir maí 2012, Hjaltalundur júní 2011, Golfklúbburinn sept 2013, UMF Ásinn sept 2013, UMF Þristurinn sept 2013, Menningarráð/ SSA/ríkið 31. des 2013.

Málinu frestað til næsta fundar.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Menningar- og íþróttanefnd felur starfsmanni að kanna áhuga UMF Ássins og UMF Þristsins á endurnýjun samninga frá og með næstu áramótum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 21.01.2014

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samstarfssamningum milli Fljótsdalshéraðs og Ungmennafélagsins Ássins, annars vegar, og Ungmennafélagsins Þristsins, hins vegar. Samningar aðila féllu úr gildi í lok síðasta árs.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. nóvember 2013.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni að ganga frá samningunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 190. fundur - 05.02.2014

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.