Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

52. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:30 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason aðalmaður
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir því að erindið Áhaldageymsla við íþróttahúsið á Egilsstöðum, væri tekið á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Beiðni um styrk til tækjakaupa

Málsnúmer 201401022

Fyrir liggur bréf dagsett 14. desember 2013, frá fimleikadeild Hattar, undirritað af Önnu Dís Jónsdóttur, með beiðni um styrk til tækjakaupa, nánar tiltekið stökkgólfi. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 3.2 milljónir.

Undir þessum lið var jafnframt tekið fyrir erindi um sama efni sem barst á "Bæjarstjórnarbekkinn" 14.12. 2013.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að málinu verði vísað til fasteigna- og þjónustufulltrúa þar sem málið varðar grunnbúnað til æfinga og keppni í fimleikum, ásamt trambólíni og dansgólfi.

Nefndir leggur jafnframt til að málið verði aftur tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, m.a. þar sem þá er fyrirhugað að halda Vormót FSÍ í hópfimleikum á Egilsstöðum.

Menningar- og íþróttanefnd mun fara yfir stuðning sveitarfélagsins við íþrótta- og tómstundastarf, s.s. fjárveitingar og aðra aðkomu og leikreglur sem notaðar eru vegna ákvörðunar um stuðning við íþrótta- og tómstundastarf. Stefnt er að því að tillögur liggi fyrir fyrir lok apríl 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skógardagurinn mikli 2014

Málsnúmer 201312033

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Félagi Skógarbænda á Austurlandi, undirrituð af Birni Ármani Ólafssyni, vegna Skógardagsins mikla árið 2014.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000, til verkefnisins sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um styrk til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201311069

Fyrir liggur bréf frá Ernu Friðriksdóttur með beiðni um styrk til skíðaþjálfunar í Bandaríkjunum. Erna mun taka þátt í Vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Sochi í Rússalndi í mars 2014.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að veita Ernu styrk að upphæð kr. 250.000 sem tekið verði af lið 06.89. Nefndin óskar Ernu góðs gengis á ólympíuleikunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201310089

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Ellen Thamdrup, vegna æskulýðsstarfsemi á vegum Freyfaxa. Jafnframt er meðfylgjandi greinargóð starfsskýrsla æskulýðsnefndar Freyfaxa fyrir 2013.

Málinu frestað til næsta fundar.

5.Umsókn um styrk vegna bogfimiæfinga

Málsnúmer 201305167

Málið hefur verið afgreitt sbr. afgreiðsla nefndarinnar 12. nóvember s.l.

6.List án landamæra 2014, umsókn um styrk

Málsnúmer 201401114

Fyrir liggur umsókn um styrk, dagsett 15. janúar 2014, frá Þroskahjálp á Austurlandi, um styrk vegna Listar án landamæra 2014.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Helga yfirgaf fundinn við afgreiðslu málsins.

7.Húsnæðismál Skátafélags Héraðsbúa

Málsnúmer 201310037

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi Fljótsdalshéraðs og Skátafélagsins Héraðsbúa, en gildandi samningur fellur úr gildi í janúar 2014.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. nóvember 2013.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Staða samninga sem menningar- og íþróttanefnd kemur að

Málsnúmer 201310015

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samstarfssamningum milli Fljótsdalshéraðs og Ungmennafélagsins Ássins, annars vegar, og Ungmennafélagsins Þristsins, hins vegar. Samningar aðila féllu úr gildi í lok síðasta árs.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. nóvember 2013.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni að ganga frá samningunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

Málsnúmer 201401082

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Ólasyni, dagsettur 13. janúar 2014, þar sem farið er yfir kostnað meistaraflokka Hattar í knattspyrnu og körfubolta vegna notkunar á þrekæfingaaðstöðu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Menningar og íþróttanefnd beinir málinu til áframhalandi umræðu nefndarinnar þar sem farið verður yfir stuðning sveitarfélagsins við íþrótta- og tómstundastarf, s.s. fjárveitingar og aðra aðkomu og leikreglur sem notaðar eru vegna ákvörðunar um stuðning við íþrótta- og tómstundastarf, sbr. bókun í lið 1 á dagskrá þessar fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

Málsnúmer 201306110

Lögð fram tilkynning frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 23. desember 2013, um veitingu styrks að fjárhæð kr. 5.000.000 til lagfæringa og skráninga friðaðra veghleðslna á Breiðdalsheiði.
Málinu vísað frá bæjarráði, 8. janúar 2014, til menningar- og íþróttanefndar, þar sem farið er fram á að nefndin vinni tillögu að því hvernig fjármagninu verði ráðstafað.

Menningar og íþróttanefnd felur starfsmanni og formanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samstarfi við sveitarstjóra Breiðdalshrepps og minjavernd. Nefndin mælir með því að verkefnið gangi m.a. út á að lagfæra veghleðslur, afla upplýsinga um þær og merkja með skiltum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309072

Fyrir liggja drög að starfsáætlun menningar og íþróttanefndar fyrir 2014.

Menningar og íþróttanefnd samþykkir starfsáætlunina með þeim breytingum sem til umræðu voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Úttekt á framkvæmd menningarsamninga 2011-2013

Málsnúmer 201310114

Fyrir liggur útskrift úr fundargerð ferða- og menningarmálanefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar, dagsett 27. nóvmeber 2013. Þar kemur fram að nefndin fagni jákvæðri útkomu á árangursmati um framkvæmd menningarsamninga. Nefndar harmar hins vegar að "máttarstólpar samningsins sem eru menningarmiðstöðvararnar í fjórðungnum séu fjársveltar".

Lagt fram til kynningar.

13.Greinargerð um viðhald á Safnahúsinu

Málsnúmer 201312037

Fyrir liggur til kynningar ítarleg greinargerð um viðhald Safnahússins á Egilsstöðum á árinu 2013, tekin saman af Unni Karlsdóttur.

Menningar og íþróttanefnd þakkar Unni fyrir góða greinargerð.

14.Hvatning frá 48. sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 201311074

Fyrir liggur bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 15. nóvember. Bréfið inniheldur samþykkt frá 48. sambandsþingi UMFÍ þar sem ungmenna- og íþróttafélög og sveitarfélög um land allt eru hvött til að hvetja iðkendur og foreldra og forráðamenn til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Menningar og íþróttanefnd tekur undir hvatningu UMFÍ og hvetur iðkendur og foreldra og forráðamenn til að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og stunda holla hreyfingu.
Þá hvetur nefndin íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í Lífshlaupi, heilsu og hvatningarverkefni ÍSÍ, sem hefst 5. febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6.janúar 2014

Málsnúmer 201401039

Fyrir liggur til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafnsins frá 6. janúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

16.Stjórnarfundir Héraðsskjalasafns Austfirðinga haustið 2013

Málsnúmer 201401011

Fyrir liggja til kynningar fjórar fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafnsins, dagsettar 4. og 23. október, 21. nóvember og 9. desember.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

17.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201401162

Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun um byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Egilsstöðum.

Menningar og íþróttanefnd leggur áherslu á að hafist verði handa við framkvæmd verkefnisins samkvæmt áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.