Veghleðslur á Breiðdalsheiði

Málsnúmer 201306110

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lagður fram tölvupóstur dags.25.júní 2013 frá Hrafnkeli Lárussyni með hvatningu um að hugað verði að friðlýsingu og merkingu gamalla minja um veghleðslu á Breiðdalsheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð þakkar ábendinguna og vísar erindinu til menningar og íþróttanefndar til umsagnar og úrvinnslu. Haft verði samráð við Breiðdalshrepp um úrvinnslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 10.09.2013

Fyrir liggur tölvupóstur dags. 25.júní 2013 og greinargerð frá Hrafnkeli Lárussyni með hvatningu um að hugað verði að friðlýsingu og merkingu gamalla minja um veghleðslu á Breiðdalsheiði. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 15. júlí 2013 og vísað til nefndarinnar. Einnig hvatt til þess að haft verði samráð við Breiðdalshrepp um úrvinnslu málsins.

Menningar- og íþróttanefnd tekur vel í að unnið verði að merkingu veghleðslanna í samstarfi við Breiðdalshrepp og felur starfsmanni að vinna málið áfram. Vegna aldurs síns þá eru hleðslunarnar sjálfkrafa friðaðar samkvæmt Minjalögum með 15 metra friðhelgi umhverfis þær. Jafnframt leggur nefndin til að sveitarfélögin tvö óski eftir því að veghleðslurnar verði friðlýstar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Fyrir liggur tölvupóstur dags. 25. júní 2013 og greinargerð frá Hrafnkeli Lárussyni með hvatningu um að hugað verði að friðlýsingu og merkingu gamalla minja um veghleðslu á Breiðdalsheiði. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 15. júlí 2013 og vísað til nefndarinnar. Einnig hvatt til þess að haft verði samráð við Breiðdalshrepp um úrvinnslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og tekur vel í að unnið verði að merkingu veghleðslanna í samstarfi við Breiðdalshrepp og felur starfsmanni menningar- og íþróttanefndar að vinna málið áfram. Vegna aldurs síns þá eru hleðslurnar sjálfkrafa friðaðar samkvæmt Minjalögum með 15 metra friðhelgi umhverfis þær. Jafnframt leggur bæjarstjórn til að sveitarfélögin tvö óski eftir því að veghleðslurnar verði friðlýstar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Lögð fram tilkynning frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 23. des. 2013 um veitingu styrks að fjárhæð 5.000.000 kr. til lagfæringa og skráninga friðaðra veghleðslna á Breiðdalsheiði.
Bæjarráð fagnar því að verkefnið hefur hlotið styrk og óskar eftir því að menningar- og íþróttanefnd vinni tillögu að því hvernig fjármagninu verði ráðstafað.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 21.01.2014

Lögð fram tilkynning frá Forsætisráðuneytinu, dagsett 23. desember 2013, um veitingu styrks að fjárhæð kr. 5.000.000 til lagfæringa og skráninga friðaðra veghleðslna á Breiðdalsheiði.
Málinu vísað frá bæjarráði, 8. janúar 2014, til menningar- og íþróttanefndar, þar sem farið er fram á að nefndin vinni tillögu að því hvernig fjármagninu verði ráðstafað.

Menningar og íþróttanefnd felur starfsmanni og formanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samstarfi við sveitarstjóra Breiðdalshrepps og minjavernd. Nefndin mælir með því að verkefnið gangi m.a. út á að lagfæra veghleðslur, afla upplýsinga um þær og merkja með skiltum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 255. fundur - 23.04.2014

Lögð fram frumdrög að verklýsingu og kostnaðaráætlun vegna verksins, en fyrir liggur fjárveiting frá Minjastofnun/forsætisráðuneytinu vegna verkefnisins upp á kr. 5.000.000.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að semja við stofnun rannsóknasetra HÍ um fyrstu tvo verkþætti áætlunarinnar.
Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 (S.Bl.)

Sigrún Blöndal lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi L-lista í bæjarráði Fljótsdalshéraðs getur ekki stutt þá framkvæmdaáætlun sem fyrir liggur vegna verkefnisins Veghleðslur á Breiðdalsheiði. Ekki var tekin ákvörðun í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs um að sækja um styrk vegna verkefnisins og þrátt fyrir að jákvætt væri tekið í hugmyndir um verkefnið á síðasta ári þegar hugmyndinni var varpað fram, getur það ekki talist sérlega brýnt í samanburði við ýmis önnur verkefni sem ráðast þyrfti í. Jafnframt er undirstrikað mikilvægi þess að ákvarðanir um úthlutanir sem þessar séu teknar á markvissan og faglegan hátt í samráði við hlutaðeigandi.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Breiðdalshrepps bókuðu báðar á sínum tíma um vilja sinn til þess að stuðla að varðveislu umræddra minja. Gera verður ráð fyrir því að full alvara hafi verið að baki þessara bókana og því ástæða til að fagna því þegar fjármagn fæst til að sinna verkefninu. Taka má undir að mörg önnur verkefni séu einnig brýn og vonandi verður framhald á því að fjármagn fáist til að sinna verkefnum á þessu sviði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 196. fundur - 07.05.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu meirihluta bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að semja við stofnun rannsóknasetra HÍ um fyrstu tvo verkþætti áætlunarinnar.

Samþykkt með 5 atkv. en 4 sátu hjá. (SBl, ÁK, RRI og KL.)

Sigrún Blöndal lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar L-lista í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs geta ekki stutt þá framkvæmdaáætlun sem fyrir liggur vegna verkefnisins Veghleðslur á Breiðdalsheiði. Ekki var tekin ákvörðun í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs um að sækja um styrk vegna verkefnisins og þrátt fyrir að jákvætt væri tekið í hugmyndir um verkefnið á síðasta ári þegar hugmyndinni var varpað fram, getur það ekki talist sérlega brýnt í samanburði við ýmis önnur verkefni sem ráðast þyrfti í. Jafnframt er undirstrikað mikilvægi þess að ákvarðanir um úthlutanir sem þessar séu teknar á markvissan og faglegan hátt í samráði við hlutaðeigandi.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. fulltrúa B-listans.
Í tilefni af bókun Sigrúnar Blöndal, fh. bæjarfulltrúa L-lista, um málið í bæjarráði (og í bæjarstjórn) viljum við taka fram að í kjölfar erindis sem barst sveitarfélögunum bókuðu bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, með vísan til bókunar menningar- og íþróttanefndar sveitarfélagsins, og sveitarstjórn Breiðdalshrepps um vilja sinn til þess að stuðla að varðveislu umræddra minja. Gera verður ráð fyrir því að full alvara hafi verið að baki þessara bókana og því ástæða til að fagna því þegar fjármagn fæst til að sinna verkefninu. Taka má undir að mörg önnur verkefni séu einnig brýn og vonandi verður framhald á því að fjármagn fáist til að sinna verkefnum á þessu sviði.
Bæjarfulltrúar haga atkvæði sínu vitaskuld eins og þeim þykir réttast og hafa, rétt eins og aðrir, fullan rétt á að hafa skoðun á úthlutun þess fjár sem hér um ræðir. Það er hins vegar að okkar mati undarlegt að greiða nú á þessu stigi málsins skyndilega atkvæði gegn fyrirliggjandi áætlun um ráðstöfun fjárins, sérstaklega í ljósi þess að ekki voru gerðar neinar athugasemdir við styrkveitinguna þegar hún var tekin fyrir í bæjarráði, menningar- og íþróttanefnd og bæjarstjórn.
Áætlunin sem nú liggur fyrir er gerð með faglegum og skynsamlegum hætti og er afrakstur vinnu fulltrúa starfsfólks sveitarfélagsins, kjörinna fulltrúa og áhugafólks að höfðu samráði við Minjastofnun. Að greiða hér atkvæði gegn áætluninni sem slíkri með vísan til þess sem að framan greinir um feril málsins teljum við bera vott um takmarkaða virðingu fyrir starfi þeirra sem að henni komu.