Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

49. fundur 10. september 2013 kl. 16:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Arngrímsson varamaður
  • Árni Ólason aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fyrir liggur rammaáætlun 2014 sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. júní 2013. Samkvæmt henni lækkar liðurinn Menningarmál um 2.5 milljónir og Íþróttamál um 2 milljónir miðað við þær tillögur til fjárhagsáætlunar sem menningar- og íþróttanefnd samþykkti á fundi sínum í apríl s.l.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að ramminn fyrir Menningarmál verði 112.867.000 sem er í samræmi við samþykktan fjárhagsramma bæjarstjórnar, og 231.340.000 sem er 1.227.000 hærri er samþykktur fjárhagsrammi bæjarstjórnar. Þessum mismun verði mætt með auknum tekjum sem forstöðumanni íþróttamiðstöðvar verði falið að gera tillögur að hvernig verði aflað. Að öðru leyti er vísað til fjárhagsáætlunar nefndinarinnar sem lá fyrir á fundinum.

Menningar- og íþróttanefnd beinir því til bæjarráðs að fundin verði varanleg lausn á gæslumálum í búningsklefum á skólatíma í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Nefndin leggur til, að ósk forstöðumanns Bókasafns Héraðsbúa, að starfshlutfall hans verði hækkað úr 50% í 70% starfshlutfall en að sama skapi lækkað úr 50% í 30% starfshlutfall fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Áhöld fyrir íþróttahúsið á Hallormsstað

Málsnúmer 201309020

Fyrir liggur tölvupóstur frá Elínu Rán Björnsdóttur, aðstoðarskólastjóra Hallormsstaðaskóla, þar sem gerð er grein fyrir stöðu áhalda íþróttahússins og óskað er eftir kaupum á búnaði.

Málinu vísað til skólanefndar Hallormsstaðarskóla þar sem það er ekki á hendi menningar- og íþróttanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018

Málsnúmer 201308098

Fyrir liggja til umsagnar drög að forvarnarstefnu sveitarfélagsins sem verið hafa í vinnslu hjá fræðslunefnd.

Menningar- og íþróttanefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ormsteiti 2013

Málsnúmer 201308067

Fyrir liggja niðurstöður vefkönnunar sem gerð var meðal íbúa Héraðsins í mars 2013 um Ormsteitið.

Menningar- og íþróttanefnd óskar eftir að stjórn Ormsteitis mæti á næsta fund nefndarinnar og geri grein fyrir stöðu og framkvæmd verkefnisins í sumar og áformum vegna þess fyrir 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Rekstraráætlun Skíðafélagsins í Stafdal fyrir 2014

Málsnúmer 201308122

Fyrir liggur til kynningar rekstraráætlun Skíðafélagsins í Stafdal fyrir 2014, sem félaginu ber að senda sveitarfélaginu skv. samningi. Einnig fundargerð samstarfsnefndar og uppbyggingaráætlun.

6.Umsókn um styrk vegna starfsemi stúlknakórsins Liljurnar

Málsnúmer 201305165

Fyrir liggur bréf dagsett 1. maí 2013, undirritað af Margréti Láru Þórarinsdóttur með beiðni um styrk til starfsemi stúlknakórsins Liljurnar. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar í maí en frestað þá og starfsmanni falið að afla upplýsinga um málið.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að kórinn verði styrktur með kr. 50.000 framlagi sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Litla ljóðahátíðin - umsókn um styrk

Málsnúmer 201309009

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 2. september, frá Stefáni Boga Sveinssyni, þar sem sótt er um styrk til ljóðahátíðar sem fram fer á Egilsstöðum og Akureyri og er á vegum Litlu ljóða hámerinnar og Ljóðaklúbbsins Hása kisa.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að ljóðahátíðin verði styrkt með kr. 25.000 framlagi sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Útgáfa bókar, beiðni um styrk

Málsnúmer 201001094

Á fundi menningar- og íþróttanefndar 8.2. 2010 var tekið fyrir erindi frá Ingifinnu Jónsdóttur um styrk vegna útgáfu bókar með sögum og sögnum úr Skriðdal. Nefndin taldi sér ekki fært á þeim tíma að styrkja útgáfuna en samþykkti að kaupa eintök af henni þegar hún kæmi út. Skriðdæla - Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur kom út í sumar.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að keypt verði 10 eintök af bókinni, að andvirði kr. 80.000 sem takist af lið 05.89.

9.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

Málsnúmer 201306110

Fyrir liggur tölvupóstur dags. 25.júní 2013 og greinargerð frá Hrafnkeli Lárussyni með hvatningu um að hugað verði að friðlýsingu og merkingu gamalla minja um veghleðslu á Breiðdalsheiði. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 15. júlí 2013 og vísað til nefndarinnar. Einnig hvatt til þess að haft verði samráð við Breiðdalshrepp um úrvinnslu málsins.

Menningar- og íþróttanefnd tekur vel í að unnið verði að merkingu veghleðslanna í samstarfi við Breiðdalshrepp og felur starfsmanni að vinna málið áfram. Vegna aldurs síns þá eru hleðslunarnar sjálfkrafa friðaðar samkvæmt Minjalögum með 15 metra friðhelgi umhverfis þær. Jafnframt leggur nefndin til að sveitarfélögin tvö óski eftir því að veghleðslurnar verði friðlýstar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Hreyfivika 2013

Málsnúmer 201309021

Hreyfivika - Moove week - er haldin í annað sinn á þessu ári en UMFÍ heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Hreyfivikan, sem fyrirhuguð er 7.-13. október, hefur það markmið að fá sem flesta til að hreyfa sig og hvetja til heilbrigðs lífsstíls.

Menningar- og íþróttanefnd hvetur starfsfólk stofnana sveitarfélagsins, íþróttafélög og aðra aðila til þátttöku í hreyfivikunni og felur starfsmanni að vinna að verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ársskýrsla Ungmennafélagsins Þristurinn 2013

Málsnúmer 201309001

Fyrir liggur starfsskýrsla UMF Þristarins til kynningar.

12.Skýrsla Ungmennafélagsins Ásinn 2013

Málsnúmer 201308120

Fyrir liggur starfsskýrsla UMF Ássins til kynningar.

13.Ársskýrsla AÍK Start 2013

Málsnúmer 201308119

Fyrir liggur starfsskýrsla Akstursíþróttaklúbbsins Start til kynningar.

Menningar- og íþróttanefnd óskar Ólafi Braga Jónssyni til hamingju með heimsmeistaratitilinn í torfærukeppni sem hann ávann sér í Noregi á síðast liðinn sunnudag. Í tilefni af þessum titli veitir menningar- og íþróttanefnd Ólafi Braga kr. 50.000 í sem viðurkenningarvott sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Starfsskýrsla Skátafélagsins Héraðsbúar fyrir 2012

Málsnúmer 201309012

Fyrir liggur starfsskýrsla Skátafélagsins Héraðsbúa til kynningar.

Fundi slitið.