Útgáfa bókar, beiðni um styrk

Málsnúmer 201001094

Vakta málsnúmer

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 10.09.2013

Á fundi menningar- og íþróttanefndar 8.2. 2010 var tekið fyrir erindi frá Ingifinnu Jónsdóttur um styrk vegna útgáfu bókar með sögum og sögnum úr Skriðdal. Nefndin taldi sér ekki fært á þeim tíma að styrkja útgáfuna en samþykkti að kaupa eintök af henni þegar hún kæmi út. Skriðdæla - Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur kom út í sumar.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að keypt verði 10 eintök af bókinni, að andvirði kr. 80.000 sem takist af lið 05.89.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Á fundi menningar- og íþróttanefndar 8.2. 2010 var tekið fyrir erindi frá Ingifinnu Jónsdóttur um styrk vegna útgáfu bókar með sögum og sögnum úr Skriðdal. Nefndin taldi sér ekki fært á þeim tíma að styrkja útgáfuna en samþykkti að kaupa eintök af bókinni þegar hún kæmi út. Skriðdæla - Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur, kom út nú í sumar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að keypt verði 10 eintök af bókinni, að andvirði kr. 80.000, sem takist af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.