Bæjarráð Fljótsdalshéraðs
1.Veghleðslur á Breiðdalsheiði
2.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2014
3.Umsókn um lagningu vegar
4.Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016
5.Frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.)
6.Frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun
7.Frumvarp til laga um örnefni (heildarlög)
8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa
9.Ungt fólk og lýðræði 2014
12.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs
13.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði
14.Beiðni HSA til Velferðarráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma á Egilsstöðum
16.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf.2014
17.Fundargerð 815. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
18.Fundargerð 168. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella
19.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014
20.Langtíma fjárfestingaráætlun
Fundi slitið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að semja við stofnun rannsóknasetra HÍ um fyrstu tvo verkþætti áætlunarinnar.
Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 (S.Bl.)
Sigrún Blöndal lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi L-lista í bæjarráði Fljótsdalshéraðs getur ekki stutt þá framkvæmdaáætlun sem fyrir liggur vegna verkefnisins Veghleðslur á Breiðdalsheiði. Ekki var tekin ákvörðun í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs um að sækja um styrk vegna verkefnisins og þrátt fyrir að jákvætt væri tekið í hugmyndir um verkefnið á síðasta ári þegar hugmyndinni var varpað fram, getur það ekki talist sérlega brýnt í samanburði við ýmis önnur verkefni sem ráðast þyrfti í. Jafnframt er undirstrikað mikilvægi þess að ákvarðanir um úthlutanir sem þessar séu teknar á markvissan og faglegan hátt í samráði við hlutaðeigandi.
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Breiðdalshrepps bókuðu báðar á sínum tíma um vilja sinn til þess að stuðla að varðveislu umræddra minja. Gera verður ráð fyrir því að full alvara hafi verið að baki þessara bókana og því ástæða til að fagna því þegar fjármagn fæst til að sinna verkefninu. Taka má undir að mörg önnur verkefni séu einnig brýn og vonandi verður framhald á því að fjármagn fáist til að sinna verkefnum á þessu sviði.