Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

255. fundur 23. apríl 2014 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór með bæjarráði yfir ýmsar upplýsingar frá fjármálastjóra úr rekstri sveitarfélagsins.


Lagður fram viðauki 3 sem er vegna breytinga á innri leigu eftir uppgjör ársins 2013. Nettóbreyting á rekstur sveitarfélagsins er engin. Hækka tekjur Eignasjóðs um 37 millj. kr. sem færist til gjalda á viðkomandi stofnanir.

Lögð fram ný aðlögunaráætlun (10 ára áætlun) sem byggð er á grunni ársreiknings 2013 og þeirra breytinga sem hafa orðið á fyrri áætlun vegna áður samþykktra viðauka no. 1 - 3 við fjárhagsáætlun 2014.

Þær breytingar og niðurstöður ársreikning 2013 hafa líka haft áhrif á gjaldfærslu vegna afskrifta og fjármagnsliða. Einnig er tekið tillit til nýrrar spár Hagstofunnar um þróun verðlags á þessu ári og næstu ár.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar næstu ár verði í samræmi við fyrri áætlanir en lántökuþörf heldur minni en áður var áætlað. Framlegð og veltufé frá rekstri er í samræmi við fyrri áætlanir.

Í nýrri fyrirliggjandi áætlun næst skuldaviðmið niður fyrir 150% á árinu 2019 eins og lagt var upp með í 10 ára langtímaáætlun sem samþykkt var á árinu 2012 og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga samþykkti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2014 og nýja aðlögunaráætlun sem kynnt var á fundinum og vísar gögnunum til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Rætt um fyrirhugaða tveggja vikna sumarlokun bæjarskrifstofunnar á komadi sumri, líkt og gert hefur verið undanfarandi ár. Sú ráðstöfun hefur gengið ágætlega, enda hefur verið starfsmaður sem svarar í síma á opnunartíma umræddar tvær vikur og reynir einnig að leysa úr áríðandi málum.
Bæjarráð samþykkir að leggja til að sumarlokun bæjarskrifstofunnar verði frá og með 21. júlí til 4. ágúst 2014.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083Vakta málsnúmer

Í vinnslu

3.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

Málsnúmer 201401046Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 168. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201404095Vakta málsnúmer

Í framhaldi af umræðu um nokkur mál sem varða fráveitu og mengunarvarnir, samþykkir bæjarráð samhljóða að óska eftir því að framkvæmdastjóri HAUST komi til fundar við bæjarráð til að ræða þau mál ásamt ýmsu fleiru.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð 815. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201404113Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf.2014

Málsnúmer 201404109Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201403083Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Beiðni HSA til Velferðarráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma á Egilsstöðum

Málsnúmer 201404062Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi Heilbrigðisstofnunar Austurlands til Velferðarráðuneytisins, dags. 3. apríl 2014, með beini um fjölgun hjúkrunarrýma vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum.

Bæjarráð styður erindi HSA og hvetur heilbrigðisráðherra til að verða við beiðninni.

9.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Orkustofnunar, dags. 9. apríl 2014 við beiðni um endurupptöku á málsmeðferð varðandi skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjunar og efni rökstuðnings.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með landeigendum um stöðu málsins og bæjarstjóra falið að boða til þess fundar við fyrsta tækifæri.
Jafnframt heimilar bæjarráð bæjarstjóra, í samráði við lögmann og bæjarráð, að kæra höfnun Orkustofnunar á endurupptöku málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201404097Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Jökul.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

11.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

Málsnúmer 201306110Vakta málsnúmer

Lögð fram frumdrög að verklýsingu og kostnaðaráætlun vegna verksins, en fyrir liggur fjárveiting frá Minjastofnun/forsætisráðuneytinu vegna verkefnisins upp á kr. 5.000.000.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að semja við stofnun rannsóknasetra HÍ um fyrstu tvo verkþætti áætlunarinnar.
Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 (S.Bl.)

Sigrún Blöndal lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi L-lista í bæjarráði Fljótsdalshéraðs getur ekki stutt þá framkvæmdaáætlun sem fyrir liggur vegna verkefnisins Veghleðslur á Breiðdalsheiði. Ekki var tekin ákvörðun í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs um að sækja um styrk vegna verkefnisins og þrátt fyrir að jákvætt væri tekið í hugmyndir um verkefnið á síðasta ári þegar hugmyndinni var varpað fram, getur það ekki talist sérlega brýnt í samanburði við ýmis önnur verkefni sem ráðast þyrfti í. Jafnframt er undirstrikað mikilvægi þess að ákvarðanir um úthlutanir sem þessar séu teknar á markvissan og faglegan hátt í samráði við hlutaðeigandi.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Breiðdalshrepps bókuðu báðar á sínum tíma um vilja sinn til þess að stuðla að varðveislu umræddra minja. Gera verður ráð fyrir því að full alvara hafi verið að baki þessara bókana og því ástæða til að fagna því þegar fjármagn fæst til að sinna verkefninu. Taka má undir að mörg önnur verkefni séu einnig brýn og vonandi verður framhald á því að fjármagn fáist til að sinna verkefnum á þessu sviði.

12.Ormsstofa

Málsnúmer 201401042Vakta málsnúmer

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir fundi sem hann sat ásamt Óðni Gunnari með fulltrúa Landsvirkjunar, þar sem valkostir voru ræddir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar frá 19. febrúar um skipan þarfagreiningarnefndar meningarhúss á Fljótsdalshéraði. Þar á að vinna með safnahúsið og Sláturhúsið sem framtíðarmenningarhús sveitarfélagsins. Einnig er vísað til nýgerðra samninga um rekstur tjaldsvæðis á Egilsstöðum og tengdrar starfsemi í Kaupvangi 17. Það er ríkur vilji til þess hjá bæjaryfirvöldum að byggja upp á svæðinu í kringum Sláturhúsið og tjaldsvæðið aðlaðandi áfangastað fyrir ferðamenn og aðra gesti. Bæjarráð lýsir yfir vilja til að vinna áfram að uppsetningu Ormsstofu á svæðinu með Landsvirkjun og í samhengi við áframhaldandi vinnu þarfagreiningarnefndar um menningarhús.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Ungt fólk og lýðræði 2014

Málsnúmer 201402180Vakta málsnúmer

Lagðar fram ályktanir frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Ísafirði 9. - 11. apríl 2014.

Bæjarráð samþykkir að vísa ályktununum til kynningar hjá fagnefndum sveitarfélagsins.

14.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi frá viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. apríl 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn.

15.Frumvarp til laga um örnefni (heildarlög)

Málsnúmer 201404104Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndarsviðs Alþingis með beiðni um umsögn við frumvarpi til laga um örnefni.

16.Frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun

Málsnúmer 201404116Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði á skrifstofu Alþingis, dags. 15. apríl 2014, með beiðni um umsögn við frumvarpi til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun.

17.Frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.)

Málsnúmer 201404137Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni við frumvarpi til laga um skipulagslög.

Bæjarráð fagnar því að með frumvarpinu er nokkuð komið til móts við athugasemdir sveitarfélaga við gildandi löggjöf.

18.Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016

Málsnúmer 201404138Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá nefndarsviði Alþingis um þingsályktunartillögu um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016.

Ítrekaðar eru kröfur um að flughlöð við Egilsstaðaflugvöll verði stækkuð til að auka öryggi vallarins og notkun hans auk þess að byggt verði aukið svæði fyrir þyrlur við flugvöllinn.

Nokkur brýn verkefni í vegabótum liggja fyrir á Austurlandi sem eru til þess fallin að styrkja stöðu atvinnulífs á svæðinu. Til skemmri tíma litið þarf að leggja áherslu á að strax verði ráðist í lagningu bundins slitlags á tengivegi innan sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs. Sýnt var fram á með úttekt sem unnin var á vegum sveitarfélagsins haustið 2008 að það hefur setið eftir við uppbyggingu vegakerfisins. Þannig eru enn um 180 km tengivega malarvegir en um þá fer umtalsverð umferð.

Með því að ráðast í lagningu bundins slitlags á þessum vegum, eða hluta þeirra, má ná fram umtalsverðum sparnaði í veghaldi, auka öryggi vegfarenda draga verulega úr mengun og skapa jarðvinnuverktökum atvinnu. Þeir vegir sem um ræðir m.a. eru Borgarfjarðarvegur, Upphéraðsvegur um Fell, Hróarstunguvegur, Hlíðarvegur (stofnvegur)og veginn um efri Jökuldal.

Sveitarfélagið leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir gerð nýrrar brúar yfir Lagarfljót á samgönguáætlun. Endurnýjun brúarinnar hefur verið á stefnuskránni í áratugi. Aukið vatnsmagn í Lagarfljóti og ísmyndun við brúnna hefur leitt af sér raunverulegar áhyggjur um að brúin geti við tilteknar aðstæður verið í hættu með alvarlegum afleiðingum, ekki síst þar sem vatnslagnir og rafmagns- og gagnakaplar liggja um brúna.

Að lokum leggur bæjarráð þunga áherslu á mikilvægi þess að unnið verði markvisst að gerð Fjarðarheiðaganga, milli Héraðs og Seyðisfjarðar, og að fullnægjandi fjármagn verði sett í rannsóknir á þeim göngum á næstu þremur árum. Í fyrirliggjandi áætlun er gert ráð fyrir 150 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum en til að klára megi verkefnið er þörf á að tvöfalda þetta fjármagn. Ljóst er að bæði Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður myndu hafa verulegan ábata af gerð ganganna enda um að ræða nauðsynlega samgöngubót sem styðja myndi við atvinnulíf á svæðinu. Þá myndi það tryggja nauðsynlegan aðgang að samgöngum um flugvöll og höfn og bæta aðgang íbúa að heilbrigðiskerfi, framhaldsmenntun og annarri þjónustu.

19.Umsókn um lagningu vegar

Málsnúmer 201404051Vakta málsnúmer

Málinu vísað til bæjarráðs frá 195. fundi bæjarstjórnar, til frekari skoðunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna varðandi mögulega brúargerð yfir Eyvindará, sbr. bókanir skipulags- og mannvirkjanefndar frá 92 og 114 fundi nefndarinnar. Stefnt skal að því að taka málið aftur fyrir á fundi bæjarráðs þann 14. maí nk.

20.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2014

Málsnúmer 201404136Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna ársfundar Menningarráðs Austurlands sem haldinn verður á Eskifirði 5. maí 2014.

Bæjarráð samþykkir að Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson, Ragnhildi Rós Indriðadóttur og Anna Alexsandersdóttir fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á ársfundi Menningarráðs Austurlands.
Til vara verði Páll Sigvaldason, Guðríður Guðmundsdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir og Árni Kristinsson.

Fundi slitið.