Ormsstofa

Málsnúmer 201401042

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 95. fundur - 13.01.2014

Nefndin leggur til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að kynna verkefnið fyrir markaðssviði Landsvirkjunar og kanna mögulega þátttöku hennar í því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 22.01.2014

Bæjarráð óskar eftir því að Óðinn Gunnar Óðinsson íþrótta, menningar og atvinnumálafulltrúi kynni verkefnið á samráðsfundi Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar sem boðaður hefur verið 28. janúar nk.

Að öðru leyti er málið í vinnslu hjá atvinnumálanefnd.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 255. fundur - 23.04.2014

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir fundi sem hann sat ásamt Óðni Gunnari með fulltrúa Landsvirkjunar, þar sem valkostir voru ræddir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar frá 19. febrúar um skipan þarfagreiningarnefndar meningarhúss á Fljótsdalshéraði. Þar á að vinna með safnahúsið og Sláturhúsið sem framtíðarmenningarhús sveitarfélagsins. Einnig er vísað til nýgerðra samninga um rekstur tjaldsvæðis á Egilsstöðum og tengdrar starfsemi í Kaupvangi 17. Það er ríkur vilji til þess hjá bæjaryfirvöldum að byggja upp á svæðinu í kringum Sláturhúsið og tjaldsvæðið aðlaðandi áfangastað fyrir ferðamenn og aðra gesti. Bæjarráð lýsir yfir vilja til að vinna áfram að uppsetningu Ormsstofu á svæðinu með Landsvirkjun og í samhengi við áframhaldandi vinnu þarfagreiningarnefndar um menningarhús.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 196. fundur - 07.05.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vísað er til samþykktar bæjarstjórnar frá 19. febrúar um skipan þarfagreiningarnefndar menningarhúss á Fljótsdalshéraði. Þar á að vinna með Safnahúsið og Sláturhúsið sem framtíðarmenningarhús sveitarfélagsins. Einnig er vísað til nýgerðra samninga um rekstur tjaldsvæðis á Egilsstöðum og tengdrar starfsemi í Kaupvangi 17. Það er ríkur vilji til þess hjá bæjaryfirvöldum að byggja upp á svæðinu í kringum Sláturhúsið og tjaldsvæðið aðlaðandi áfangastað fyrir ferðamenn og aðra gesti. Bæjarráð lýsir yfir vilja til að vinna áfram að uppsetningu Ormsstofu á svæðinu með Landsvirkjun og í samhengi við áframhaldandi vinnu þarfagreiningarnefndar um menningarhús.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 18. fundur - 27.04.2015

Fyrir liggur tillaga frá Gagarín um fyrsta áfanga hugmyndahönnunar Ormsstofu.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna verkefnið áfram í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt er starfsmanni falið að stilla upp kostnaðaráætlun á sýningunni í heild sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.