Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

95. fundur 13. janúar 2014 kl. 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson aðalmaður
  • Ingvar Ríkharðsson aðalmaður
  • Kristín Björnsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Áður en fundur hefst, þ.e. kl. 16.00, mættu nefndarmenn á kynningu hjá fyrirtækinu Rational Network, Kaupvangi 6 (gömlu kaupfélagsskrifstofurnar).

1.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Gerð var grein fyrir stöðu verkefnisins. Formanni og starfsmanni að vinna áfram að útfærslu reksturs tjaldsvæðisins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Staða verkefnisins um Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað kynnt. Nefndin fagnar m.a. því að kominn er af stað starfshópur á vegum sveitarfélagsins skipaður fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar til að vinna framgangi þeirra verkefna sem snúa að sveitarfélaginu. Nefndin bindur jafnframt vonir við að hagsmunaaðilar í verslun, ferðaþjónustu og annarri þjónustu stofni samtök til að vinna sameiginlega að eflingu þjónustusamfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ormsstofa

Málsnúmer 201401042

Nefndin leggur til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að kynna verkefnið fyrir markaðssviði Landsvirkjunar og kanna mögulega þátttöku hennar í því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073

Formaður fór yfir tillögu að starfsáætlun nefndarinnar fyrir 2014 og helstu verkefni hennar á kjörtímabilinu.

Áætlunin samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.