Gerð var grein fyrir stöðu verkefnisins. Formanni og starfsmanni að vinna áfram að útfærslu reksturs tjaldsvæðisins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Staða verkefnisins um Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað kynnt. Nefndin fagnar m.a. því að kominn er af stað starfshópur á vegum sveitarfélagsins skipaður fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar til að vinna framgangi þeirra verkefna sem snúa að sveitarfélaginu. Nefndin bindur jafnframt vonir við að hagsmunaaðilar í verslun, ferðaþjónustu og annarri þjónustu stofni samtök til að vinna sameiginlega að eflingu þjónustusamfélagsins.
Nefndin leggur til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að kynna verkefnið fyrir markaðssviði Landsvirkjunar og kanna mögulega þátttöku hennar í því.