Umsókn um lagningu vegar

Málsnúmer 201404051

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 114. fundur - 09.04.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 2.4.2014 þar sem Bjarni Þór Haraldsson f.h. Skotfélags Austurlands kt.500395-2739 sækir um leyfi fyrir lagningu vegar að skotsvæði Skotfélags Austurlands á Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal. Fyir liggur uppdráttur sem sýnir tillögu að legu vegarins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til bókunar á stjórnarfundi HEF þann 20.06.2011 og minnisblaðs Þórólfs H. Hafstað hjá ÍSOR dagsett 19.júní 2011, þá hafnar Skipulags- og mannvirkjanefnd erindinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið komi að einhverju leiti að brúargerð yfir Eyvindará á þeim stað sem samþykkt var á 92. fundi nefndarinnar þann 27.3.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 195. fundur - 16.04.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 255. fundur - 23.04.2014

Málinu vísað til bæjarráðs frá 195. fundi bæjarstjórnar, til frekari skoðunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna varðandi mögulega brúargerð yfir Eyvindará, sbr. bókanir skipulags- og mannvirkjanefndar frá 92 og 114 fundi nefndarinnar. Stefnt skal að því að taka málið aftur fyrir á fundi bæjarráðs þann 14. maí nk.