Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

114. fundur 09. apríl 2014 kl. 17:00 - 20:06 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru afgreiðslufundur byggingarfulltrúa og fjárhagsáætlun SogM 2015 og verða þeir liðir númer 11 og 12 í dagskránni.

1.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Sigrún Hólm Þorleifsdóttir, Ívar Ingimarsson og Alda Ósk Harðardóttir mætu á fundinn og gerðu grein fyrir sínum hugmyndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar gestum fyrir kynninguna. Nefndin samþykkir að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á fundi með Vegagerðinni til að fara yfir mál tengd Fagradalsbraut, ásamt því að gera tillögu um bílastæði á gamla tjaldsvæðinu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 129

Málsnúmer 1404004

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

2.1.Beiðni um breytingu á skráningu eldra húsnæðis/Finnsstaðir 1A

Málsnúmer 201404009

Staðfest

2.2.Umsókn um byggingarleyfi/Frístundahús

Málsnúmer 201403055

Staðfest

2.3.Tjarnarbraut 7, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403038

Staðfest

2.4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201403173

Staðfest

2.5.Eldsneytisbirgðatankar Skeljungs/Umsókn vegna breytinga.

Málsnúmer 201404007

Staðfest

2.6.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 201403080

Staðfest

3.Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlanda 2013

Málsnúmer 201403156

Fyrir liggur ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlanda 2013.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 115. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201403177

Fyrir liggur fundargerð 115. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

5.Ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145

Bæjarstjórn beinir þvi til skipulags- og mannvirkjanefndar að endurskoðaðir verði verkferlar og viðmið varðandi gróður á lóðamörkum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera viðmiðunarreglur um snyrtingu trjágróðurs á lóðamörkum í samráði starfmenn umhverfissviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umferðaráætlun fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 201404050

Erindi í tölvupósti dagsett 27.3.2014 þar sem Haraldi Sigþórssyni, deildarstjóra öryggisáætlunadeildar Samgöngustofu, leikur forvitni á að vita hvernig sveitarfélaginu gengur með umferðaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Enn sem komið er hefur ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið. Málinu er vísað til starfandi umferðaröryggishóps sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201310080

Til umræðu er gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa. Fyrir liggur tölvupóstur frá Mosfellsbæ þar sem fjallað er um þetta efni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við félag byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lagningu vegar

Málsnúmer 201404051

Erindi í tölvupósti dagsett 2.4.2014 þar sem Bjarni Þór Haraldsson f.h. Skotfélags Austurlands kt.500395-2739 sækir um leyfi fyrir lagningu vegar að skotsvæði Skotfélags Austurlands á Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal. Fyir liggur uppdráttur sem sýnir tillögu að legu vegarins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til bókunar á stjórnarfundi HEF þann 20.06.2011 og minnisblaðs Þórólfs H. Hafstað hjá ÍSOR dagsett 19.júní 2011, þá hafnar Skipulags- og mannvirkjanefnd erindinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið komi að einhverju leiti að brúargerð yfir Eyvindará á þeim stað sem samþykkt var á 92. fundi nefndarinnar þann 27.3.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Eyvindará, breytingar

Málsnúmer 201005101

Erindi í tölvupósti dagsett 3.4.2014 frá Sveini Sveinssyni, þar sem Vegagerðin fer fram á að skipulagi svæðis fyrir frístundabyggð í landi Eyvindarár ehf. við Seyðisfjarðarveg verði frestað vegna hugmynda um vegstæði vegar að munna Fjarðarheiðarganga.

Málið er í vinnslu.

10.Gjaldskrarbreygingar

Málsnúmer 201403112

Fyrir liggur tillaga um breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyisgjald og þjónustugjald byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði"Í vinnslu.

11.Sólvangur 7,umsókn um undanþágu með þaklit

Málsnúmer 201404070

Erindi dagsett 7.4.2014 þar sem Jón Grétar Traustason kt.090363-4849 f.h. Neskróks kt.611212-0970, sækir um undanþágu frá skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina Sólvang 7, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fjárhagsáætlun SogM 2015

Málsnúmer 201404085

Fyrir liggur fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 20:06.