Umferðaráætlun fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 201404050

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 114. fundur - 09.04.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 27.3.2014 þar sem Haraldi Sigþórssyni, deildarstjóra öryggisáætlunadeildar Samgöngustofu, leikur forvitni á að vita hvernig sveitarfélaginu gengur með umferðaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Enn sem komið er hefur ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið. Málinu er vísað til starfandi umferðaröryggishóps sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 7. fundur - 15.08.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 27.3.2014 þar sem Haraldi Sigþórssyni, deildarstjóra öryggisáætlunadeildar Samgöngustofu, leikur forvitni á að vita hvernig sveitarfélaginu gengur með umferðaráætlun. Málinu vísað frá Umhverfis- og framkvæmdanefnd til umdagnar Vinnuhópsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Ekki er hafin vinna við gerð Umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið.
Vinnuhópurinn fer fram á að tekið verði tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.