- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fyrir liggur bréf frá Umferðarstofu þar sem þess er farið á leit "að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót."
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að yfirfara ástand gróðurs við vegi og gatnamót með tilliti til þess að gróðurinn hindri ekki sýn eða hefti umferð. Jafnframt er því beint til íbúa að gæta þess að gróður sé innan lóðamarka og valdi ekki umferðarhættu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fyrir liggur bréf frá Umferðarstofu þar sem þess er farið á leit "að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót."
Verkefnastjóra umhverfismála er falið að yfirfara ástand gróðurs við vegi og gatnamót og gæta þess að hann hindri ekki sýn eða hefti umferð. Einnig beinir umhverfis- og héraðsnefnd því til íbúa að gæta þess að gróður sé innan lóðamarka og valdi ekki umferðarhættu.
Samþykkt með handauppréttingu.