Ástand gróðurs og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Fyrir liggur bréf frá Umferðarstofu þar sem þess er farið á leit "að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót."

Verkefnastjóra umhverfismála er falið að yfirfara ástand gróðurs við vegi og gatnamót og gæta þess að hann hindri ekki sýn eða hefti umferð. Einnig beinir umhverfis- og héraðsnefnd því til íbúa að gæta þess að gróður sé innan lóðamarka og valdi ekki umferðarhættu.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Fyrir liggur bréf frá Umferðarstofu þar sem þess er farið á leit "að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að yfirfara ástand gróðurs við vegi og gatnamót með tilliti til þess að gróðurinn hindri ekki sýn eða hefti umferð. Jafnframt er því beint til íbúa að gæta þess að gróður sé innan lóðamarka og valdi ekki umferðarhættu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann átti ásamt formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar, með íbúum að Laufási 1 Egilsstöðum.

Bæjarráð beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar að endurskoðaðir verði verkferlar og viðmið varðandi gróður á lóðamörkum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar að endurskoðaðir verði verkferlar og viðmið varðandi gróður á lóðamörkum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 114. fundur - 09.04.2014

Bæjarstjórn beinir þvi til skipulags- og mannvirkjanefndar að endurskoðaðir verði verkferlar og viðmið varðandi gróður á lóðamörkum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera viðmiðunarreglur um snyrtingu trjágróðurs á lóðamörkum í samráði starfmenn umhverfissviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.05.2014

Til umræðu er ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði.

Í vinnslu.