Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

71. fundur 27. maí 2014 kl. 17:00 - 20:14 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þ. Björgólfsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Stjórnarfundir Náttúrustofu Austurlands 2014

Málsnúmer 201401081

Lögð er fram fundargerð annars stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands 25.04.2014.

Lagt fram til kynningar.

2.Áhrif Fljótsdalsstöðvar á fiskilíf í Lagarfljóti og Jökulsá á Dal.

Málsnúmer 201307034

Fyrir liggur skýrsla Veiðimálastofnunar LV-2013-084.
"Fiskrannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðará og Gilsár 2011 og 2012."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að, 60 -70% fækkun Bleikju og Urriða í Lagarfljóti hlýtur að teljast hrun. Jafnframt vekur ekki síður ugg hversu rýr kostur er fyrir þá fiska sem þó tóra, að helstu fæðutegundir í Vatnabobbum, Svifkrabba og Vorflugu er horfin. Fengur væri af skýrslu um viðgang þessara tegunda.
Nefndin hvetur Landsvirkjun til að fylgjast áfram með áhrifum af framkvæmdum og rekstri Fljótsdalsstöðvar á Lagarfljót og skoða mögulegar mótvægisaðgerðir.

Samþykkt með handauppréttingu.

3.Vöktun skúms á Úthéraði 2005-2013

Málsnúmer 201403115

Fyrir liggur skýrsla unnin af Náttúrustofu Austurlands, LV-2014-037. "Vöktun Skúms á Úthéraði 2005-2013".

Lagt fram til kynningar.

4.Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Málsnúmer 201402206

Fyrir liggur skýrsla unnin af Kolbeini Árnasyni. LV-2014-021. "Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar".

Tillaga að bókun:

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á, að rétt er að hafa samanburðarsvæði utan áhrifasvæðis aðganga Fljótsdalsstöðvar til að meta áhrif úrkomu á grunnvatnsstöðu.

Samþykkt með handauppréttingu.

5.Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2013

Málsnúmer 201404013

Fyrir liggur skýrsla unnin af Guðna Guðbergssyni og Eydísi Njarðardóttur Veiðimálastofnun VMS/13048.
LV-2014-40 "Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2013".

Lagt fram til kynningar.

6.Hreindýratalning norðan Vatnajökuls 2013

Málsnúmer 201403028

Fyrir liggur skýrsla Lv-2013/127 unnin af Kolbeini Árnasyni og Verkfræðistofnun Háskóla Íslands. Hreindýratalning norðan Vatnajökuls með myndatöku úr flugvél 2013.

Lagt fram til kynningar.

7.Bogfimideild Skaust, svæði fyrir æfingar og mót

Málsnúmer 201405103

Erindi í tölvupósti dagsett 19.05.2014 þar sem Haraldur Gústafsson kt.220370-4109, f.h. bogfimideildar Skaust, sækir um leyfi til að setja upp aðstöðu í Selskógi fyrir útisvæði til iðkunar á og keppni í bogfimi í Selskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd hafnar því að sett verði upp bogfimibraut í Selskógi. Nefndin leggur til að skoðað verði með aðstöðu upp við Hálslæk og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt með handauppréttingu.

8.Ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145

Til umræðu er ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði.

Í vinnslu.

9.Samningur um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt

Málsnúmer 0

Lagður er fram samningur um landshlutaverkefnis í skógrækt á jörðinni Stóra- Steinsvað, Fljótsdalshéraði. Um er að ræða nytjaskógrækt á 67 h. lands á jörðinni.

Málinu frestað til næsta fundar.

10.Samningur um þáttöku í landshlutaverkefni í skógrækt

Málsnúmer 0

Lagður er fram samningur um landshlutaverkefnis í skógrækt á jörðinni Freyshólar, Fljótsdalshéraði. Um er að ræða nytjaskógrækt á 199 ha. lands á jörðinni.

Málinu frestað til næsta fundar.

11.Samfélagsdagur 2014

Málsnúmer 201402084

Til umræðu er samfélagsdagurinn föstudaginn 16.05.2014.
Esther kynnti verkefnin sem unnin voru á samfélagsdeginum.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Esther kynninguna.

12.Hreindýraveiði

Málsnúmer 201404154

Lagðar eru fram samþykktir aðalfundar Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum.

Lagt fram til kynningar.

13.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Fyrir liggur bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 22.04.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að útbúin verði tvö lerkiskýli fyrir þrjár sorptunnur hvort. Ein tunna fyrir almennt sorp, ein fyrir pappír og ein fyrir flöskur og dósir. Skýlin verði staðsett sitthvoru megin Fagradalsbrautar í miðbænum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fulltrúa Þjónustusamfélagsins um nánari staðsetningu og eftirlit.

Samþykkt með handauppréttingu.

14.Refaveiði, skipulagning

Málsnúmer 201311131

Skipulagning refaveiða á Fljótsdalshéraði
Málið var áður á dagskrá 6.5.2014.
Lagt er fram minnisblað um refaveiði dagsett 27.05.2014.

Í vinnslu

15.Selskógur 2014

Málsnúmer 201402167

Til umræðu er frágangangur í og við Selskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma af stað eftirtöldum framkvæmdum við Selskóg: Frágang við bílastæði þ.e. laga skurðinn, bæta við röri í lækinn, malbika neðrihlutann af göngustígnum og setja nýtt hlið á göngustíginn. Gera við brú og lagfæra ræsi á stóra hringnum í Selskógi.

Samþykkt með handauppréttingu.

16.Fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið

Málsnúmer 201312042

Til umræðu er 2. fundur vinnuhóps um þjónustusamfélagið. Málið var áður á dagskra 21.01.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að fenginn verði fagaðili til að hanna umhverfi aðkomuleiða í þéttbýlið samkvæmt tillögu frá vinnuhóp Þjónustusamfélagsins 10.12.2013.

Samþykkt með handauppréttingu.

17.Göngustígur Ullartanga

Málsnúmer 201405128

Til umræðu er göngustígur á Ullartanga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að leita eftir samþykki landeiganda varðandi frágang og legu göngustígs á Ullartanga.

Samþykkt með handauppréttingu.

18.Velferð viltra dýra

Málsnúmer 201405129

Til umræðu er ábyrgð sveitarfélaga vegna nýrra laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram í samráði við Héraðsdýralækni Austurlands og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:14.