Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Málsnúmer 201402206

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.05.2014

Fyrir liggur skýrsla unnin af Kolbeini Árnasyni. LV-2014-021. "Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar".

Tillaga að bókun:

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á, að rétt er að hafa samanburðarsvæði utan áhrifasvæðis aðganga Fljótsdalsstöðvar til að meta áhrif úrkomu á grunnvatnsstöðu.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Fyrir liggur skýrsla unnin af Kolbeini Árnasyni. LV-2014-021. "Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjastjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og bendir á, að rétt er að hafa samanburðarsvæði utan áhrifasvæðis aðganga Fljótsdalsstöðvar til að meta áhrif úrkomu á grunnvatnsstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.