Selskógur 2014

Málsnúmer 201402167

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 67. fundur - 25.02.2014

Selskógur 2014
Tillögur um verkefnum í Selskógi sumarið 2014

Eyrún vék af fundi kl.19:00

Umhverfis- og héraðsnefnd beinir til skipulags- og mannvirkjanefndar að gæta þess við fyrirhuguð kaup á leiktækjum í Selskóg verði sérstaklega gætt að því að velja leiktæki sem falla vel að umhverfinu.
Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að kynna sér heilsustíga hjá öðrum sveitarfélögum og koma með tillögu að útfærslu og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að gæta þess við fyrirhuguð kaup á leiktækjum fyrir Selskóg að þess verði sérstaklega gætt að velja leiktæki sem falla vel að umhverfinu.
Verkefnastjóra umhverfismála falið að kynna sér heilsustíga hjá öðrum sveitarfélögum og koma með tillögu að útfærslu og leggja fyrir næsta reglulega fund umhverfis- og héraðsnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 25.03.2014

Selskógur 2014
Tillögur að verkefnum í Selskógi sumarið 2014. Málið var áður á dagskrá 25.febrúar sl.

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að gerður verði heilsustígur í Selskógi og áframhaldandi uppbygging á svæði til heilsueflingar í Vémörk.
Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að gera tillögu að frágangi umhverfis bílastæði við Eyvindarárbrú í samráði við Vegagerðina. Einnig að gera áætlun um grisjun og plöntun í skóginum fyrir sumarið 2014.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Tillögur að verkefnum í Selskógi sumarið 2014. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. febrúar sl.

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði heilsustígur í Selskógi og áframhaldandi uppbygging á svæði til heilsueflingar í Vémörk.
Bæjarstjórn felur verkefnastjóra umhverfismála að gera tillögu að frágangi umhverfis bílastæði við Eyvindarárbrú í samráði við Vegagerðina. Einnig að gera áætlun um grisjun og plöntun í skóginum fyrir sumarið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.05.2014

Til umræðu er frágangangur í og við Selskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma af stað eftirtöldum framkvæmdum við Selskóg: Frágang við bílastæði þ.e. laga skurðinn, bæta við röri í lækinn, malbika neðrihlutann af göngustígnum og setja nýtt hlið á göngustíginn. Gera við brú og lagfæra ræsi á stóra hringnum í Selskógi.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Til umræðu er frágangur í og við Selskóg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma af stað eftirtöldum framkvæmdum við Selskóg: Frágang við bílastæði þ.e. laga skurðinn, bæta við röri í lækinn, malbika neðrihlutann af göngustígnum og setja nýtt hlið á göngustíginn. Gera við brú og lagfæra ræsi á stóra hringnum í Selskógi

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.