Bogfimideild Skaust, svæði fyrir æfingar og mót

Málsnúmer 201405103

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.05.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 19.05.2014 þar sem Haraldur Gústafsson kt.220370-4109, f.h. bogfimideildar Skaust, sækir um leyfi til að setja upp aðstöðu í Selskógi fyrir útisvæði til iðkunar á og keppni í bogfimi í Selskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd hafnar því að sett verði upp bogfimibraut í Selskógi. Nefndin leggur til að skoðað verði með aðstöðu upp við Hálslæk og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Afgreiðsla umhverfis- og héraðsnefndar staðfest.