Áhrif Fljótsdalsstöðvar á fiskilíf í Lagarfljóti og Jökulsá á Dal.

Málsnúmer 201307034

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 24.07.2013

Lögð fram skýrsla Veiðimálastofnunar um fiskistofna í Lagarfljóti og Jökulsá á Dal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að óska eftir því við Landsvirkjun að boðað verði til almenns kynningarfundar á Egilsstöðum um efni skýrslunnar í vetrarbyrjun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.05.2014

Fyrir liggur skýrsla Veiðimálastofnunar LV-2013-084.
"Fiskrannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðará og Gilsár 2011 og 2012."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að, 60 -70% fækkun Bleikju og Urriða í Lagarfljóti hlýtur að teljast hrun. Jafnframt vekur ekki síður ugg hversu rýr kostur er fyrir þá fiska sem þó tóra, að helstu fæðutegundir í Vatnabobbum, Svifkrabba og Vorflugu er horfin. Fengur væri af skýrslu um viðgang þessara tegunda.
Nefndin hvetur Landsvirkjun til að fylgjast áfram með áhrifum af framkvæmdum og rekstri Fljótsdalsstöðvar á Lagarfljót og skoða mögulegar mótvægisaðgerðir.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Fyrir liggur skýrsla Veiðimálastofnunar LV-2013-084.
"Fiskrannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Fögruhlíðará og Gilsár 2011 og 2012."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir að framlagðar skýrslur sýna mikil og að því er virðist óafturkræf áhrif á lífríki og lífskilyrði í Lagarfljóti. Í því ljósi hvetur bæjarstjórn Landsvirkjun að grípa til þeirra mótvægisaðgerða sem mögulegar kunna að vera og að ganga þegar í stað til viðræðna við landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Bæjarstjórn tekur einnig undir mikilvægi áframhaldandi rannsókna á lífríki fljótsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.