Refaveiði

Málsnúmer 201311131

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 26.11.2013

Refaveiði
Erindi dagsett 05.08.2013 frá Jóhanni Ö. Ragnarsyni um grenjavinnslu á svæðinu Gilsá-Þverá á Jökuldal auk Rangalóns og Sænautasels. Jóhann gerir grein fyrir unnum rauntímum og akstri miðað við eldri samning.

Umhverfis- og héraðsnefnd telur að rétt sé að farið verði í heildarendurskoðun á samningum allra refaveiðimanna. Mun sú vinna hefjast í janúar 2014.

Samþykkt með handauppréttingu

Baldur mætti á fundinn kl. 17:30

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Í vinnslu hjá umhverfis- og héraðsnefnd.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 10.12.2013

Refaveiði
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti drög að bréfi sem sent verður samningsbundnum refaveiðimönnum þar sem óskað er eftir upplýsingum frá þeim varðandi fyrirkomulag veiðanna vegna fyrirhugaðrar heildarendurskoðunar samninga.

Í vinnslu

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 66. fundur - 11.02.2014

Refaveiði
Lögð fram drög að endurskipulagningu refaveiða.
Sent var bréf til allra samningsbundna refaveiðimanna á Fljótsdalshéraði þar sem óskað var eftir upplýsingum frá þeim varðandi fyrirkomulag veiðanna vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar samninga
Málið var áður á dagskrá þann 10.12.2013

Málið í vinnslu

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 67. fundur - 25.02.2014

Refaveiði
Lögð fram drög að endurskipulagningu refaveiða.
Sent var bréf til allra samningsbundna refaveiðimanna á Fljótsdalshéraði þar sem óskað var eftir upplýsingum frá þeim varðandi fyrirkomulag veiðanna vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar samninga

Málið er í vinnslu

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 25.03.2014

Lögð fram drög að endurskipulagningu refaveiða. Starfsmenn kynna þau gögn sem hafa bæst við síðan málið var síðast á dagskrá.

Í vinnslu

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 69. fundur - 06.05.2014

Refaveiði
Skipulagning refaveiða á Fljótsdalshéraði
Málið var áður á dagskrá 25.3.2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að endurnýja samninga við refaveiðimenn á Fljótsdalshéraði. Nefndin samþykkir að ekki verði greiddur akstur að svæðum refaveiðimanna. Tímafjöldi og tímakaup helst óbreytt fyrir þetta samningstímabil.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna minnisblað um stöðu vinnunnar og framtíðarsýn í skipulagi refaveiða fyrir næsta reglulega fund.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Skipulagning refaveiða á Fljótsdalshéraði
Málið var áður á dagskrá 25.3.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta endurnýja samninga við refaveiðimenn á Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði greiddur akstur að svæðum refaveiðimanna. Tímafjöldi og tímakaup helst óbreytt fyrir þetta samningstímabil.
Einnig verði unnið minnisblað um stöðu vinnunnar og framtíðarsýn í skipulagi refaveiða fyrir næsta reglulega fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.05.2014

Skipulagning refaveiða á Fljótsdalshéraði
Málið var áður á dagskrá 6.5.2014.
Lagt er fram minnisblað um refaveiði dagsett 27.05.2014.

Í vinnslu