Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

66. fundur 11. febrúar 2014 kl. 17:20 - 19:40 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi

1.Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

Málsnúmer 201301247

Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða
Árni Óðinsson frá Landsvirkjun kynnir skýrsluna fyrir fundarmönnum umhverfis- og héraðsnefndar.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar

2.Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

Málsnúmer 201301245

Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða
Árni Óðinsson frá Landsvirkjun kynnir skýrsluna fyrir fundarmönnum umhverfis- og héraðsnefndar.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar

3.Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

Málsnúmer 201301246

Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010
Árni Óðinsson frá Landsvirkjun kynnir skýrsluna fyrir fundarmönnum umhverfis- og héraðsnefndar.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar

4.Refaveiði

Málsnúmer 201311131

Refaveiði
Lögð fram drög að endurskipulagningu refaveiða.
Sent var bréf til allra samningsbundna refaveiðimanna á Fljótsdalshéraði þar sem óskað var eftir upplýsingum frá þeim varðandi fyrirkomulag veiðanna vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar samninga
Málið var áður á dagskrá þann 10.12.2013

Málið í vinnslu

Fundi slitið - kl. 19:40.