Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

69. fundur 06. maí 2014 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Sveinsson varamaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að fá að bæta tveimur málum við dagskránna, Forvarnaráætlun Fljótsdalshéraðs og Refaveiðar og verða þau númer 13. og 14. í dagskrá.

1.Fallryksmælingar við Hálslón,og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2013.

Málsnúmer 201403183Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun: Fallryksmælingar við Hálslón,og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2013.

Árni Óðinsson frá Landsvirkjun kom og kynnti skýrsluna.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2013

Málsnúmer 201403027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun: Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2013

Árni Óðinsson frá Landsvirkjun kom og kynnti skýrsluna.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3.Hreindýratalning norðan Vatnajökuls 2013

Málsnúmer 201403028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun: Hreindýratalning norðan Vatnajökuls 2013

Málinu frestað.

4.Andatalningar á Lagarfljóti og á Fljótsdalshéraði 2013

Málsnúmer 201403026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun:
Andatalningar á Lagarfljóti og á Fljótsdalshéraði 2013

Árni Óðinsson frá Landsvirkjun kom og kynnti skýrsluna.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna. Nefndin bendir á að gagnlegt væri að fá til samanburðar sambærilegar fuglatalningar frá öðrum landshlutum.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

5.Hreindýraveiði

Málsnúmer 201404154Vakta málsnúmer

Ályktanir frá aðalfundi Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum (FLH)

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari gagna.
Í vinnslu.6.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

Málsnúmer 201404128Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar frá Umhverfisstofnun. Markmiðið með áætluninni er að tryggja upplýsingaröflun og samráð við helstu hagsmunaaðila í þeim tilgangi að byggja upp enn betri grynn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref til að lágmarka tjón af hálfu refsins í náinni framtíð.
Einnig liggja fyrir áætlanaform fyrir sveitarfélög vegna refaveið frá Umhverfisstofnun.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áætlun vegna refaveiða í sveitarfélaginu og senda til Umhverfisstofnunar fyrir 15. maí nk.

Samþykkt með handauppréttingu.

7.Fundargerð 68.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

Málsnúmer 201404012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 68. fundi Landsbótasjóðs Norður Héraðs

Lagt fram til kynningar.

8.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Sigrúnu Hólm og Guðbjörgu Björnsdóttir frá Þjónustusamfélaginu fyrir kynninguna.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman upplýsingar varðandi sorphirðu á áningarstöðum og mögulegan kostnað við uppsetningu nýrra sorpíláta í miðbænum.

Samþykkt með handauppréttingu

9.Yrkjusjóður /beiðni um stuðning

Málsnúmer 201404204Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir stuðningi til sjóðsins

Umhverfis- og héraðsnefnd sér ekki færi á að styrkja sjóðinn að þessu sinni.

Samþykkt með handauppréttingu.

10.Fjárhagsáætlun U H 2015

Málsnúmer 201404208Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun U H 2015

Umhverfis- og héraðsnefnd frestar fjárhagsáætlun til aukafundar sem verður haldinn 13. maí nk.

Samþykkt með handauppréttingu

11.Ályktun frá Garðyrkufélagi Íslands

Málsnúmer 201404149Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir frá aðalfundi Garðyrkjufélagi Íslands 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir ályktanirnar og hefur þær til hliðsjónar við gerð starfsáætlana komandi ára.

Samþykkt með handauppréttingu

12.Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

Málsnúmer 201304022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir námu á Kollstaðamóum.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.

Samþykkt með handauppréttingu.

13.Refaveiði

Málsnúmer 201311131Vakta málsnúmer

Refaveiði
Skipulagning refaveiða á Fljótsdalshéraði
Málið var áður á dagskrá 25.3.2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að endurnýja samninga við refaveiðimenn á Fljótsdalshéraði. Nefndin samþykkir að ekki verði greiddur akstur að svæðum refaveiðimanna. Tímafjöldi og tímakaup helst óbreytt fyrir þetta samningstímabil.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna minnisblað um stöðu vinnunnar og framtíðarsýn í skipulagi refaveiða fyrir næsta reglulega fund.

Samþykkt með handauppréttingu.

14.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098Vakta málsnúmer

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018
Umhverfis- og héraðsnefnd hefur unnið drög að forvarnaráætlun fyrir Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs

Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir tillöguna

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.