Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs

53. fundur 26. febrúar 2013 kl. 17:00 - 22:10 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ester Kjartansdóttir formaður
  • Baldur Grétarsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Ásta Sigurðardóttir aðalmaður
  • Magnús Karlsson varamaður
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Í upphafi fundar var samþykkt að fundurinn yrði haldinn þrátt fyrir að fundargögn hefðu ekki borist innan tiltekins frests.

1.Áskorun um tiltekt

Málsnúmer 201205223

Erindi frá umhverfisstofnun um bætta umgengni og umhirðu lands til að fækka slysagildrum fyrir hreindýr.

Umhverfis- og héraðsnefnd lýsir ánægju sinni yfir að vel hafi tekist til við að fækka slysagildrum fyrir hreindýr. Nefndin hvetur landeigendur til að hafa áfram vakandi auga fyrir og ráða bót á slysagildrum fyrir skepnur á landareignum sínum.

Samþykkt með handauppréttingu (ÁS, EK, AÁ, BG)

(MK) sat hjá.

2.Samningur um landshlutaverefni í skógrækt 2013

Málsnúmer 201302157

Samningur um landshlutaverefni í skógrækt 2013

Frestað

3.Sænautasel - áfangaskýrsla

Málsnúmer 201302158

Sænautasel - áfangaskýrsla.
Úttekt á gróðurfari og jarðvegsrofi. Skýrsla frá Landgræðslu ríkisins frá 2012.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar góða skýrslu og fagnar árangri uppgræðslu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

4.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 201302156

Fyrir liggur umsókn þar sem Fljótsdalshérað sækir um styrk í verkefnið "Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis"í samstarfi við Borgarfjarðarhrepp, Ferðamálahópur Borgarfjarðar, ProVist ehf. og Stórurð ehf.

Umhverfis- og héraðsnefnd leggur til að Fljótsdalshérað verði þátttakandi í umsókn um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu.

5.Umsögn SÍS um frumvarp til náttúruverndarlaga

Málsnúmer 201302098

Fyrir liggur umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til náttúruverndarlaga.

Umhverfis- og héraðsnefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til náttúruverndarlaga. Samþykkt með handauppréttingu.

6.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201301248

Lagt fram bréf frá starfshópi sem endurskoða á stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs.

Í vinnslu.

7.Náttúruskoðunarferðir á Héraðssand

Málsnúmer 201302103

Kynntar hugmyndir að skipulögðum ferðum út á Héraðssand.

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að svæðið er á náttúruminjaskrá og á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði í Evrópu vegna mikilvægis fyrir stofna lóms, flórgoða, grágæsar og kjóa. Við Héraðsflóa er stærsta selalátur Austurlands og er talið að um 3 % selastofnsins haldi til þar.

Auk þess liggur ekki fyrir samþykki Landgræðslunnar um umferð um svæðið.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

8.Frumvarp til laga um búfjárhald,282.mál/Til umsagnar

Málsnúmer 201302047

Frumvarp til laga um búfjárhald,282.mál/Til umsagnar.
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis, frumvarp til umsagnar. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. febrúar 2013.

Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Samþykkt með handauppréttingu.

9.Breytt framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

Málsnúmer 201302036

Breytt framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.
Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Ísland, 84. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 22. febrúar 2013.

Umhverfis- og héraðsnefnd styður eindregið framlagða þingsályktunartillögu.

Samþykkt með handauppréttingu (ÁS, MK, EK, BG)

(AÁ) sat hjá.

10.Fagráðstefna skógræktar 2013

Málsnúmer 201302123

Erindi frá Héraðs- og austurlandsskógum þar sem vakin er athygli á fagráðstefnu skógræktargeirans sem haldin verður á Hallormsstað dagana 12.-14. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

11.Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal

Málsnúmer 201301189

Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal. Skýrsla frá Landsvirkjun. Höfundar skýrslunnar eru Elín Fjóla Þórarinsdóttir og Sigurjón Einarsson hjá Landgræðslunni. Árni Óðinsson frá Landsvirkjun mun kynna skýrsluna.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.

Í skýrslunni kemur fram að töluvert og mikið landbrot er á 24% af strandlengju Lagarfljóts. Í ljósi meira vatnsmagns í Lagarfljóti en reiknilíkön gerðu ráð fyrir við hönnun Kárahnjúkavirkjunar, má ætla að það sé hluti af orsökinni. Nefndin leggur áherslu á að gerðar verði athuganir á úrbótum og kostnaðaráætlun á mögulegum rofvörnum þar sem ástandið er alvarlegast svo sem við Hól í Hjaltastaðaþinghá.

Samþykkt með handauppréttingu.

12.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Fjárhagsáætlun 2014

Umhverfis- og héraðsnefnd ætlar að halda aukafund vegna fjárhagsáætlunar 2014 12. mars n.k. kl. 17:00. Samþykkt með handauppréttingu.

13.Ástand gróðurs og umferðaröryggi

Málsnúmer 201302145

Fyrir liggur bréf frá Umferðarstofu þar sem þess er farið á leit "að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót."

Verkefnastjóra umhverfismála er falið að yfirfara ástand gróðurs við vegi og gatnamót og gæta þess að hann hindri ekki sýn eða hefti umferð. Einnig beinir umhverfis- og héraðsnefnd því til íbúa að gæta þess að gróður sé innan lóðamarka og valdi ekki umferðarhættu.

Samþykkt með handauppréttingu.

14.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

Málsnúmer 200905024

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands á Fljótsdalshéraði annars vegar og erindi Fljótsdalshéraðs til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um framlengingu á gildandi undanþágu fyrir urðun á Tjarnarlandi hins vegar.

Lagt fram til kynningar.

15.Veraldarvinir/Sjálfboðaliðar 2013

Málsnúmer 201209086

Erindi frá Veraldarvinum þar sem þeir óska eftir samstarfi við sveitarfélagið um umhverfisverkefni.

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að hafa samband við stjórn Ormsteitis og kanna áhuga á uppsetningu verkefnis fyrir Veraldarvini í tengslum við Ormsteiti 2013. Samþykkt með handauppréttingu.

16.Vinnuskóli 2013

Málsnúmer 201301102

Vinnuskóli 2013. Verkefnastjóri umhverfismála kynnir hugmyndir að skipulagi og launakjörum.

Málið er í vinnslu.

17.Sláttur opinna svæða 2013

Málsnúmer 201301155

Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir stöðu mála og kynnir hugmyndir um slátt sumarið 2013.

Umhverfis- og héraðsnefnd beinir til skipulags- og mannvirkjanefndar að fest verði kaup á sláttutraktor fyrir sumarið 2013. Samþykkt með handauppréttingu.

18.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Þjónustukönnun október-nóvember 2012.
Umhverfis- og héraðsnefnd lét útbúa netkönnun með spurningum fyrir íbúa Fljótsdalshéraðs um hvað mætti bæta í umhverfismálum í sveitarfélaginu.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar sem nefndin mun hafa hliðsjón af við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar. Einnig er verkefnastjóra falið að koma áfram þeim atriðum er falla undir aðrar nefndir. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Samþykkt með handauppréttingu.

19.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði.
Skýrslan var tekin fyrir í umhverfis- og héraðsnefnd 3. des. 2012, en verður aftur til umræðu nú þar sem Árni Óðinsson mun kynna skýrsluna fyrir hönd Landsvirkjunar.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.

Umhverfis- og héraðsnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af breyttri grunnvatnsstöðu Lagarfljóts eftir virkjun. Ljóst er að hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni.

Samþykkt með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 22:10.