Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.01.2013

Fyrir liggur þjónustukönnun sem gerð var fyrir Fljótsdalshérað, af Capacent, í október og nóvember 2012.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 09.01.2013

Lögð er fram þjónustukönnun Capacent Gallup október - nóvember 2012.

Lagt fram til kynningar.

Félagsmálanefnd - 112. fundur - 21.01.2013

Þjónustukönnun sem gerð var á Fljótsdalshéraði af Capasent Gallup, á tímabilinu október / nóvember 2012 lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 180. fundur - 21.01.2013

Niðurstöður könnunarinnar lagðar fram til kynningar.

Fræðslunefnd lýsir áhyggjum sínum yfir því að ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins virðist dala nokkuð milli kannana. Nefndin telur að bregðast þurfi við þeirri gagnrýni sem fram kemur í könnuninni. Meðal atriða sem ítrekað koma fram er að bæta megi viðmót og samskipti við íbúa. Nefndarmenn telja að okkur sé öllum hollt að vanda okkur betur í samskiptum hvert við annað.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 22.01.2013

Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir þá liði þjónustukönnunar sem snúa að starfssviði umhverfis- og héraðsnefndar.

Starfsmönnum falið að útbúa netkönnun á heimasíðu Fljótsdalshéraðs og leita eftir tillögum og hugmyndum íbúa um úrbætur í umhverfismálum og umhirðu og nýtingu opinna svæða.

Niðurstaða könnuninnar liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 88. fundur - 23.01.2013

Lögð er fram þjónustukönnun Capacent Gallup október - nóvember 2012. Málið var áður á dagaskrá 09.01.2013.

Í ljósi framkominna athugasemda leggur Skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við að finna leiðir til að bæta þjónustu og samskipti við íbúana. Nefndin mun endurskoða verklag við vetrarþjónustu í sveitarfélaginu.

Ennfremur mun nefndin hafa aðrar athugasemdir til hliðsjónar við gerð verkefnaáætlunar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram þjónustukönnun Capacent Gallup október - nóvember 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi framkominna athugasemda tekur bæjarstjórn undir með skipulags- og mannvirkjanefnd um að finna leiðir til að bæta þjónustu og samskipti við íbúana.

Bæjarráði er falið að taka málið upp á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar að öðru leyti staðfest.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Verkefnastjóri umhverfismála fór á fundi nefndarinnar yfir þá liði þjónustukönnunar sem snúa að starfssviði umhverfis- og héraðsnefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir þá tillögu nefndarinnar að starfsmönnum verði falið að útbúa netkönnun á heimasíðu Fljótsdalshéraðs og leita eftir tillögum og hugmyndum íbúa um úrbætur í umhverfismálum og umhirðu og nýtingu opinna svæða. Bæjarráði falið að taka málið fyrir sbr. afgreiðslu í lið 3.6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla nefndarinnar að öðru leyti staðfest.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd sem lýsir áhyggjum sínum yfir því að ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélagsins virðist dala nokkuð milli kannana og telur að bregðast þurfi eftir föngum við þeirri gagnrýni sem fram kemur í könnuninni.

Bæjarráði falið að taka málið fyrir sbr. bókun undir lið 3.6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 11.02.2013

Fyrir liggur þjónustukönnun sem gerð var fyrir Fljótsdalshérað, af Capacent, í október og nóvember 2012. Könnunin var áður til umfjöllunar í atvinnumálanefnd 7.1. 2013.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8.1. 2013.

Í könnuninni kemur m.a. fram að atvinnumál og atvinnutækifæri er sá málaflokkur sem horft er mest til við val á búsetu og ákvörðun um brottflutning.

Atvinnumálanefnd bendir á að ýmis tækifæri til atvinnusköpunar eru á Fljótsdalshéraði. Nefndin mun halda áfram að vinna að því að vekja athygli á kostum svæðisins og þeim möguleikum sem fyrir hendi eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 12.02.2013

Fyrir liggur þjónustukönnun sem gerð var fyrir Fljótsdalshérað, af Capacent, í október og nóvember 2012. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. janúar 2013.

Í ljósi athugasemda sem fram koma í könnuninni og varða menningar- og íþróttamál leggur nefndin áherslu á að á síðasta ári lét hún vinna greinargerð um framtíðaruppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Nefndin leggur áherslu á að tekin verði afstaða til tillagna hennar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Bæjarráð fagnar störfum atvinnumálanefndar við að kynna tækifæri til atvinnusköpunar á Fljótsdalshéraði og hvetur hana til að vinna áfram að eflingu atvinnulífs í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs hafa tekið fyrir niðurstöður þjónustukönnunar Capasent Gallup, sem gerð var um mánaðarmótin október - nóvember sl.

Bæjarráð óskar eftir að fyrir næsta fundi liggi bókanir allra nefnda um málið ásamt niðurstöðum könnunarinnar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Þjónustukönnun október-nóvember 2012.
Umhverfis- og héraðsnefnd lét útbúa netkönnun með spurningum fyrir íbúa Fljótsdalshéraðs um hvað mætti bæta í umhverfismálum í sveitarfélaginu.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar sem nefndin mun hafa hliðsjón af við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar. Einnig er verkefnastjóra falið að koma áfram þeim atriðum er falla undir aðrar nefndir. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Fyrir fundinum lágu bókanir nefnda sveitarfélagsins vegna niðurstöðu úr könnuninni, auk spurningalista í viðhorfskönnun og fl. sem nefndirnar hafa tekið saman í kjölfar yfirferðar yfir niðurstöðurnar.

Í kjölfar athugasemda sem fram komu var gerð könnun á heimasíðu sveitarfélagsins sem snéri að þjónustu umhverfissviðs. Einnig stendur lesendum heimasíðunnar til boða að taka þátt í könnun varðandi fyrirkomulag Ormsteitisins. Í framhaldinu verður ákveðið hvort gerðar verði fleiri slíkar kannanir til að draga fram sjónarmið íbúa.

Bæjarráð hvetur íbúa til að nýta sér slíkar kannanir, mánaðarlega viðtalstíma bæjarfulltrúa og opna borgarafundi um málefni sveitarfélagsins, til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Bæjarráð leggur til, í samræmi við ábendingar um opnunartíma bæjarskrifstofunnar, að afgreiðslan verði opin frá kl. 8 til kl. 15:45 virka daga. Símatími verði sá sami og opnunartíminn. Áfram verði opið í hádeginu eins og verið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Í kjölfar athugasemda sem fram komu var gerð könnun á heimasíðu sveitarfélagsins sem snéri að þjónustu umhverfissviðs. Einnig stendur lesendum heimasíðunnar til boða að taka þátt í könnun varðandi fyrirkomulag Ormsteitisins. Í framhaldinu verður ákveðið hvort gerðar verði fleiri slíkar kannanir til að draga fram sjónarmið íbúa.

Bæjarstjórn hvetur íbúa til að nýta sér slíkar kannanir, mánaðarlega viðtalstíma bæjarfulltrúa og opna borgarafundi um málefni sveitarfélagsins, til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn, í samræmi við ábendingar um opnunartíma bæjarskrifstofunnar, að afgreiðslan verði opin frá kl. 8 til kl. 15:45 virka daga. Símatími verði sá sami og opnunartíminn. Áfram verði opið í hádeginu eins og verið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.