- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201301025
Kári Ólason verkstjóri Þjónustumiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Erindi í tölvupósti dags. 03.01.2013 þar sem Halldór Sigurðsson kt.120457-4469 gerir athugasemd við snjóhreinsun heimreiða í Eiðaþinghá.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar að vinna tillögu að breyttu verklagi við snjómokstur í dreyfbýli og leggja málið fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Málsnúmer 201212060
Lögð er fram fundargerð 106. fundar Heilbrigðisnefndar austurlands haldinn 12.12.2012.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201212026
Lögð er fram þjónustukönnun Capacent Gallup október - nóvember 2012.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201211031
Erindi dags.02.11.2012 þar sem Bjarni Steinarr Kristmundsson kt.140743-4969 og Sigurbjörg Þórarinsdóttir kt.200245-3779 óska eftir að einstefna verði afnumin í Bláskógum. Málið var áður á dagskrá 14.11.2012.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggst gegn því að Bláskógar verði gerðir að tvístefnuakstursgötu, en samþykkir að kalla eftir umsögn sýslumanns um að einstefna verði að suðurmörkum lóðarinnar Bláskógar 5.
Málsnúmer 201301015
Erindi í tölvupósti dags. 02.01.2013 þar sem Hrafnkell Elísson f.h. HT hús ehf kt.690708-0510, óskar eftir frekari frestun á greiðslu gatnagerðagjalda fyrir Klettasel 1, 3 og 5, sem var úthlutað 20.12.2012.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta greiðslu gatnagerðargjaldanna til 01.07.2013, en þá verði gjöldin endurreiknuð.
Málsnúmer 201301016
Lögð er fram breyting á lögum um gatnagerðargjald og breyting á skipulagslögum.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301018
Lagt er fram svar Vegagerðarinnar við fyrirspurn Huga Hreiðarssonar hjá Atlandsolíu, um fyrirhugaði bensínstöð á lóðinni Fagradalsbraut 15, Egilsstöðum.
Málið er í vinnslu.
Málsnúmer 201301020
Lagður er fram tölvupóstur dags. 13.12.2012 þar sem Ársæll Þorsteinsson upplýsir að búið sé að gefa út örnefnakort, sem hægt er að fá keypt.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301021
Bæjarráð óskar eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd taki til skoðunar lóðamál Iðavalla og þar með reiðhallarinnar, með tilliti til gildandi samnings við ríkið um landið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir á næsta reglulega fund nefndarinnar.
Málsnúmer 201212055
Erindi í tölvupósti dags. 18.10.2012 þar sem Hjörleifur Guttormsson óskar eftir að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að súrheysturn á Hjaltastað verði fjarlægður.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir bréfritara á að turninn er í eigu ríkisins og því eðlilegast að beina erindinu þangað.
Málsnúmer 201210040
Erindi dags. 05.10.2012 þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189, f.h. Ófeigs Pálssonar kt.080850-2049, sækir um byggingarleyfi fyri viðbyggingu við íbúðarhúsið að Eyvindará 2. Málið var áður á dagskrá 24.10.2012. Fyrir liggja athugasemdir við grenndarkynninguna frá þremur aðilum sem eru:
1)Erla Vilhjálmsdóttir dags. 14.12.2012
2)Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson og Hrefna
3)Þórhallur Pálsson f.h. Eyvindarár ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir eftirfarandi:
Nefndin felur skiplags- og byggingarfulltrúa að láta gera ofangeindar breytingar á aðal- og deiliskipulagi.
Málsnúmer 201212031
Erindi dags. 06.12.2012 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson f.h. Forsætisráðherra, sækja um stofnun þjóðlendu, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteinga, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Meðfylgjandi er Landspildublað - Hluti Vatnajökuls, mál 2/2005 - Fljótsdalshérað.
Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.
Já segja (HJ, JG og ÁK)
Tveir sátu hjá (SHR og ÞH)
Málsnúmer 201212029
Erindi dags. 06.12.2012 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson f.h. Forsætisráðherra, sækja um stofnun þjóðlendu, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteinga, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Meðfylgjandi er Landspildublað - Landsvæði Norðan Þjóðfells - Fljótsdalshérað dagsett 01.11.2012
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.
Já segja (HJ, JG og ÁK)
Tveir sátu hjá (SHR og ÞH)
Málsnúmer 201301029
Til umræðu er staða íbúðahverfis í Norðurtúni vegna sveppamyndunar í þakrými húsa.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301030
Erindi dagssett 18.12.2012 þar sem Baldur Einarsson kt. 260838-4909 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteinga. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni dags. 16.11.2012.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.
Málsnúmer 201209078
Lagður er fram undirskriftalisti íbúa við Laufás á Egilsstöðum, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að götunni verði breytt í botnlangagötu, þ.e. að hún verði lokuð við þann enda er snýr að pósthúsgarði. Málið var áður á dagskrá 26.09.2012. Fyrir liggur tillaga að snúningshaus í suðurenda götunnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu að snúningshaus í suðurenda Laufáss. Gert verður ráð fyrir framkvæmdinn í fjárhagsáætlun 2014.
Fundi slitið - kl. 20:56.