Laufás, umsókn um botnlangagötu

Málsnúmer 201209078

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 09.01.2013

Lagður er fram undirskriftalisti íbúa við Laufás á Egilsstöðum, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að götunni verði breytt í botnlangagötu, þ.e. að hún verði lokuð við þann enda er snýr að pósthúsgarði. Málið var áður á dagskrá 26.09.2012. Fyrir liggur tillaga að snúningshaus í suðurenda götunnar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu að snúningshaus í suðurenda Laufáss. Gert verður ráð fyrir framkvæmdinn í fjárhagsáætlun 2014.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Lagður er fram undirskriftalisti íbúa við Laufás á Egilsstöðum, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að götunni verði breytt í botnlangagötu, þ.e. að hún verði lokuð við þann enda er snýr að Skjólgarði. Málið var áður á dagskrá 26.09.2012. Fyrir liggur tillaga að snúningshaus í suðurenda götunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að snúningshaus í suðurenda Laufáss. Gert verður ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Fyrir liggur tillaga um snúningshaus í suðurenda Laufáss, ásamt kostnaðaráætlun. Málið var áður á dagskrá 9.1.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar framlagðri tillögu og felur starfsmönnum nefndarinnar að finna ódýrari lausn á málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggur tillaga um snúningshaus í suðurenda Laufáss, ásamt kostnaðaráætlun. Málið var áður á dagskrá 9.1.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar hafnar bæjarstjórn framlagðri tillögu og felur starfsmönnum nefndarinnar að finna ódýrari lausn á málinu.

Samþykkt með 8 atkv með handauppréttingu, en einn situr hjá (GJ)

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 117. fundur - 28.05.2014

Til umræðu er að gera Laufás að botnlangagötu.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9. fundur - 08.10.2014

Til umræðu er að gera Laufás að botngötu.
Málið var áður á dagskrá 28.05.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vegna umsóknar íbúa/húseigenda við Laufás dags. 12.05.2012 um að gera götuna að botngötu var ákveðið að loka götunni að sunnanverðu til reynslu.
Nú hefur komið í ljós að óánægja er með þessa framkvæmd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfmanni að láta fjarlægja lokunina og umferðarmerki sem sett hefur verið upp vegna þessa.

Nefndin samþykkir að hafna erindi um að gera Laufás að botngötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 15.10.2014

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var að gera Laufás að botngötu.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 28.05.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna umsóknar íbúa/húseigenda við Laufás dags. 12.05.2012 um að gera götuna að botngötu var ákveðið að loka götunni að sunnanverðu til reynslu.
Nú hefur komið í ljós að óánægja er með þessa framkvæmd.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að láta fjarlægja lokunina og umferðarmerki sem sett hefur verið upp vegna þessa.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafna erindi um að gera Laufás að botngötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.