Beiðni um að einstefna verði afnumin af Bláskógum

Málsnúmer 201211031

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 5. fundur - 07.01.2013

Erindi dags.02.11.2012 þar sem Bjarni Steinarr Kristmundsson kt.140743-4969 og Sigurbjörg Þórarinsdóttir kt.200245-3779 óska eftir að einstefna verði afnumin í Bláskógum.

Vinnuhópurinn leggst gegn því að Bláskógar verði gerðir að tvístefnuakstursgötu, en samþykkir að leggja til við skipulags- og mannvirkjanefnd að einstefna verði að suðurmörkum lóðarinnar bláskógar 5.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 09.01.2013

Erindi dags.02.11.2012 þar sem Bjarni Steinarr Kristmundsson kt.140743-4969 og Sigurbjörg Þórarinsdóttir kt.200245-3779 óska eftir að einstefna verði afnumin í Bláskógum. Málið var áður á dagskrá 14.11.2012.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggst gegn því að Bláskógar verði gerðir að tvístefnuakstursgötu, en samþykkir að kalla eftir umsögn sýslumanns um að einstefna verði að suðurmörkum lóðarinnar Bláskógar 5.


Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar leggst bæjarstjórn gegn því að Bláskógar verði gerðir að tvístefnuakstursgötu, en samþykkir að kalla eftir umsögn sýslumanns um að einstefna verði að suðurmörkum lóðarinnar Bláskógar 5

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.