Snjóhreinsun í dreifbýli

Málsnúmer 201301025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 09.01.2013

Kári Ólason verkstjóri Þjónustumiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Erindi í tölvupósti dags. 03.01.2013 þar sem Halldór Sigurðsson kt.120457-4469 gerir athugasemd við snjóhreinsun heimreiða í Eiðaþinghá.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar að vinna tillögu að breyttu verklagi við snjómokstur í dreyfbýli og leggja málið fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar að vinna tillögu að breyttu verklagi við snjómokstur í dreifbýli og leggja málið fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 105. fundur - 13.11.2013

Umræður og upplýsingar um snjóhreinsun og hálkuvarnir.
Kári Ólason kynnti stöðu mála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar kynninguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt Kára að ljúka málinu og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar. Að öðru leyti er vísað í bókun nefndarinnar 9.1.2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.