Umsókn um stofnun þjóðlendu/hluti Vatnajökuls

Málsnúmer 201212031

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 09.01.2013

Erindi dags. 06.12.2012 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson f.h. Forsætisráðherra, sækja um stofnun þjóðlendu, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteinga, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Meðfylgjandi er Landspildublað - Hluti Vatnajökuls, mál 2/2005 - Fljótsdalshérað.

Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Já segja (HJ, JG og ÁK)

Tveir sátu hjá (SHR og ÞH)

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Erindi dags. 06.12.2012 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson f.h. Forsætisráðherra, sækja um stofnun þjóðlendu, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Meðfylgjandi er Landspildublað - Hluti Vatnajökuls, mál 2/2005 - Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu meirihluta skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt með 7 atkvæðum, en 2 sátu hjá ( SHR og GJ) (samþ. með handauppréttingu)