Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

43. fundur 08. janúar 2013 kl. 16:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Arngrímsson varamaður
  • Árni Ólason aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2013

Málsnúmer 201301027

Starfsáætlun menningar og íþróttanefndar árið 2013 rædd. Formanni og starfsmanni falið að ljúka gerð hennar í samræmi við umræðu á fundinum.

2.Samstarfssamningur við Runavík

Málsnúmer 201210085

Lagður fram til kynningar vinabæjarsamningur milli Fljótsdalshéraðs og Runavíkur, sem undirritaður var 23.10. 2012.

Starfsmanni falið að auglýsa á heimasíðu sveitarfélagsins og með tölvupósti eftir umsóknum um ferðastyrk til Runavíkur vegna íþróttastarfs.

3.Félagsheimilið Hjaltalundur

Málsnúmer 201211119

Fyrir liggur ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar fyrir 2011, yfirfarinn og samþykktur 15. nóvember 2012.

Lagt fram til kynningar.

4.Snorraverkefnið. Ósk eftir stuðningi við verkefnið árið 2013

Málsnúmer 201211051

Fyrir liggur bréf dagsett 8.11. 2012 með beiðni um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2013.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að taka við ungmenni af íslenskum ættum frá Kanada og jafnframt að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 05.74.

5.Umsókn um styrk til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201211083

Fyrir liggur bréf frá Ernu Friðriksdóttur um fjárhagslegan stuðning vegna undirbúnings fyrir þátttöku í Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Rússlandi 2014.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja Ernu um kr. 70.000, sem tekið verði af lið 06.83.

6.Æskulýðsnefnd Freyfaxa, ósk um styrk

Málsnúmer 201209138

Fyrir liggur umsókn frá Æskulýðsnefnd Freyfaxa, dagsett 20.9. 2012, um styrk til æskulýðsstarfssemi félagsins.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja Æskulýðsnefnd Freyfaxa um kr. 40.000, sem tekið verði af lið 06.83

7.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Fyrir liggur þjónustukönnun sem gerð var fyrir Fljótsdalshérað, af Capacent, í október og nóvember 2012.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

8.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2011

Málsnúmer 201211079

Fyrir liggur til kynningar ársskýrsla Héraðsskjalasafns Austfirðinga fyrir 2011.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Héraðskjalasafnsins 22.11.2012

Málsnúmer 201211129

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnarfundar og aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 22.11. 2012.

Lagt fram til kynningar.

10.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 18.desember 2012

Málsnúmer 201301007

Fyrir liggur til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 18. desember 2012.

Lagt fram til kynningar.

11.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.11.2012

Málsnúmer 201212001

Fyrir liggur til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 30.11. 2012.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.