Umsókn um styrk til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201211083

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.01.2013

Fyrir liggur bréf frá Ernu Friðriksdóttur um fjárhagslegan stuðning vegna undirbúnings fyrir þátttöku í Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Rússlandi 2014.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja Ernu um kr. 70.000, sem tekið verði af lið 06.83.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 169. fundur - 16.01.2013

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.