Félagsmálanefnd

112. fundur 21. janúar 2013 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Guðmunda Vala Jónasdóttir varaformaður
  • Baldur Pálsson aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2012

Málsnúmer 201205203

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga. Á árinu 2012 bárust félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs 73 tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga vegna 58 barna. Um er að ræða sambærilegan fjölda tilkynninga og barst á árunum 2010 og 2011. Flestar tilkynningar síðustu þriggja ára, bárust vegna áhættuhegðunar barns á meðan tilkynningar vegna gruns um ofbeldi gegn barni og vanrækslu fylgja þar fast á eftir. Félagsmálastjóri mun á næstu dögum hafa samband við leik- og grunnskóla á þjónustusvæðinu og bjóða fræðslu um ferli barnaverndartilkynninga og mikilvægi þess að vera á varðbergi gagnvart vanlíðan barna.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 201301084

Drög að breyttum reglum um fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagðar fram og samþykktar.

3.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðst árið 2012

Málsnúmer 201301176

Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2012. Þar kemur fram að á Fljótsdalshéraði nam upphæð fjárhagsaðstoðar alls kr. 7.763.920.- Fjárhagsaðstoð hjá Seyðisfjarðarkaupstað var alls kr. 1.502.128.- hjá Vopnafjarðarhreppi kr. 1.194.292.- hjá Djúpavogshreppi kr. 268.719.- Engin fjárhagsaðstoð var veitt í Fljótsdalshrepp eða á Borgarfirði Eystri. Fjárhagsaðstoð er veitt í formi framfærslu- eða námsstyrkja, aðstoðar vegna barna eða annarskonar styrkja.

4.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2012

Málsnúmer 201301177

Lögð fram drög að rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2012 hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Þar kemur fram að niðurstöðurnar eru tveimur prósentum undir áætlun. Félagsmálastjóra er falið að afla sambærilegra upplýsinga frá aðildarsveitarfélögunum fyrir næsta fund nefndarinnar.

5.Verkefni skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks á árinu 2013

Málsnúmer 201301043

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks á árinu 2013 var lagt fram til kynningar. Í bréfinu kemur fram að á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2013 sé ekki gert ráð fyrir fjármagni vegna framkvæmdaáætlunarinnar og líti Sambandið því svo á að sveitarfélögunum sé ekki skylt að framkvæma ný og kostnaðarsöm verkefni að svo stöddu.

6.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026

Þjónustukönnun sem gerð var á Fljótsdalshéraði af Capasent Gallup, á tímabilinu október / nóvember 2012 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.