Verkefni skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks á árinu 2013

Málsnúmer 201301043

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 112. fundur - 21.01.2013

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks á árinu 2013 var lagt fram til kynningar. Í bréfinu kemur fram að á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2013 sé ekki gert ráð fyrir fjármagni vegna framkvæmdaáætlunarinnar og líti Sambandið því svo á að sveitarfélögunum sé ekki skylt að framkvæma ný og kostnaðarsöm verkefni að svo stöddu.