Yfirlit yfir barnaverndartilkynningar 2012

Málsnúmer 201205203

Félagsmálanefnd - 112. fundur - 21.01.2013

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga. Á árinu 2012 bárust félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs 73 tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga vegna 58 barna. Um er að ræða sambærilegan fjölda tilkynninga og barst á árunum 2010 og 2011. Flestar tilkynningar síðustu þriggja ára, bárust vegna áhættuhegðunar barns á meðan tilkynningar vegna gruns um ofbeldi gegn barni og vanrækslu fylgja þar fast á eftir. Félagsmálastjóri mun á næstu dögum hafa samband við leik- og grunnskóla á þjónustusvæðinu og bjóða fræðslu um ferli barnaverndartilkynninga og mikilvægi þess að vera á varðbergi gagnvart vanlíðan barna.