- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201301189
Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal
Árni Óðinsson sá sér ekki fært að koma og kynna skýrsluna á þessum tíma. Málinu er því frestað til næsta fundar nefndarinnar sem haldinn verður 26. febrúar nk.
Nefndin býður bæjarfulltrúa velkomna á þann fund til að kynna sér þetta málefni.
Málsnúmer 201301190
Skýrsla frá Landsvirkjun um hreindýratalningar norðan Vatnajökuls 2012.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar greinagóða skýrslu. Athyglisvert er að fylgjast með breytingum á hegðunarmynstri dýranna milli ára. Nefndin hvetur til þess að áfram verði fylgst með stofninum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301155
Sláttur opinna svæða 2013
Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir stöðu mála og kynnir hugmyndir um slátt sumarið 2013.
Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um málið. Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna málið áfram.
Málsnúmer 201210032
Bæjarráð vísar dagatalinu á ný til umhverfis- og héraðsnefndar með þeirri fyrirspurn hvort hægt sé að taka gráar tunnur í þéttbýli dagana 20. og 23. desember, í stað 16. og 17. desember.
Verkefnastjóri umhverfismála kynnti tillögur að breytingu á sorphirðudagatali 2013. Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir tillögu 2. Það þýðir óbreytt dagatal 2013 en gert er ráð fyrir að fyrsta losun 2014 á gráum tunnum í þéttbýlinu verði 6. og 7. janúar.
Málsnúmer 201212026
Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir þá liði þjónustukönnunar sem snúa að starfssviði umhverfis- og héraðsnefndar.
Starfsmönnum falið að útbúa netkönnun á heimasíðu Fljótsdalshéraðs og leita eftir tillögum og hugmyndum íbúa um úrbætur í umhverfismálum og umhirðu og nýtingu opinna svæða.
Niðurstaða könnuninnar liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Málsnúmer 201212050
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar búfjáreftirlits.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301188
Álitsgerð fyrir umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs vegna Grafarlands unnin af Halldóri W. Stefánssyni í nóv. 2012.
Umhverfis- og héraðsnefnd ákveður að vinna málið áfram.
Málsnúmer 201210065
Fyrir liggur starfsáætlun umhverfis- og héraðsnefndar 2013.
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir framlagða starfsáætlun.
Málsnúmer 201301175
Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd frá umhverfis- samgöngunefnd Alþingis.
Umhverfis- og héraðsnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
Málsnúmer 201301173
Fyrir liggja fundargerðir 3. fundar NA 2012 og 1. fundi NA 2013.
Umhverfis- og héraðsnefd gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til rannsókna á hreindýrum, þrátt fyrir að um lögbundið hlutverk Náttúrustofu Austurlands sé að ræða. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301101
Fyrir liggur fundargerð 54.fundar Svæðisráðs Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301191
Fyrir liggur fundargerð 1. fundar vinnuhóps um refa- og minkaveiðar.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301153
Guðmundur Karl Sigurðsson óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um kaup á jörðunum Laufás og Nýbýlalandi í Hjaltastaðaþinghá.
Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna umsögn í samræmi við 36. grein Jarðalaga nr. 81/2004.
Fundi slitið - kl. 20:05.