- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málið hefur þegar verið tekið fyrir í umhverfis- og héraðsnefnd og mun verða afgreitt á næsta fundi bæjarstjórnar.
Vísað til liðar 4.13.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Þar sem unnið er að því að afla gagna varðandi málið, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild í því um leið og þau liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mælir með því að Guðmundur Karl Sigurðsson fái keypta ríkisjörðina Laufás í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, auk Nýbýlalands 3. Hann hefur setið jörðina lengur en sjö ár og þar með öðlast kauprétt á henni. Guðmundur hefur verið með lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar í Laufási frá því hann fékk jörðina leigða. Jörðin hefur verið vel setin þann tíma og var hún nýlega skoðuð af landskoðunarmönnum. Í Laufási er rekið blandað bú og eru ábúendur með fasta búsetu þar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs mælir með því að Guðmundur Karl Sigurðsson fái keypta ríkisjörðina Laufás í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, auk Nýbýlalands 3. Hann hefur setið jörðina lengur en sjö ár og þar með öðlast kauprétt á henni. Guðmundur hefur verið með lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar í Laufási frá því hann fékk jörðina leigða. Jörðin hefur verið vel setin þann tíma og var hún nýlega skoðuð af landskoðunarmönnum. Í Laufási er rekið blandað bú og eru ábúendur með fasta búsetu þar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Guðmundur Karl Sigurðsson óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um kaup á jörðunum Laufás og Nýbýlalandi í Hjaltastaðaþinghá.
Umhverfis- og héraðsnefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna umsögn í samræmi við 36. grein Jarðalaga nr. 81/2004.