Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

224. fundur 23. janúar 2013 kl. 16:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Katla Steinsson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Aðalfundur Reiðhallarinnar Iðavöllum ehf.

Málsnúmer 201301035

Boðaður hefur verið aðalfundur í stjórn Reiðhallarinnar á Iðavöllum þann 23 janúar kl. 20:00.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handaupptréttingu að Gunnar Jónsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Jafnframt samþykkir bæjarráð að tilnefna Björn Ingimarsson og Guðlaug Sæbjörnsson sem fulltrúa sína í stjórn Reiðhallarinnar.

2.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmislegt talnaefni úr bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Skúla Björnssyni framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, varðandi hlutafjársöfnun til að halda áfram rekstri gróðrarstöðvarinnar á Valgerðarstöðum í Fellum.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að vísa erindinu til atvinnumálanefndar.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti viðræður um hugsanlega sölu á eignarhlut Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að heimila bæjarstjóra að ganga frá sölu á hlutafé sveitarfélagsins í Ásgarði, í samræmi við fram komnar upplýsingar á fundinum.

Bæjarstóri kynnti nýjustu fréttir af Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf, en hann sat fund í félaginu sl. mánudag.

3.Fundargerð stjórnar SSA nr.4 2012-1013

Málsnúmer 201301107

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 16.01.2013

Málsnúmer 201301159

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Laufás 3, beiðni um niðurrif

Málsnúmer 201210102

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttinu að fallið verði frá innheimtu förgunarkostnaðar á byggingarefni sem til fellur við niðurrifið. Bæjarstjóra jafnframt veitt heimild til að semja um aðkomu starfsmanna sveitarfélagsins að verkinu eftir því sem henta þykir.

6.Laufás Hjaltastaðaþinghá /Kaup á jörð

Málsnúmer 201301153

Málið hefur þegar verið tekið fyrir í umhverfis- og héraðsnefnd og mun verða afgreitt á næsta fundi bæjarstjórnar.

7.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262

Óðinn Gunnar Óðinsson mætti til fundarins undir þessum lið og kynnti m.a. fund sem haldinn verður annað kvöld á Arnhólsstöðum, en þar verður fjallað um stöðu félagsheimilisins og rætt um mögulega nýtingu þess til framtíðar.

8.Hóll í Hjaltastaðaþinghá, umleitan um leigu

Málsnúmer 201209134

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti hugmyndir að leigusamningi um íbúðarhúsið á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, ásamt skilgreindri lóð umhverfis það. Fram kom að viðsemjendur eru sáttir við samningsdrögin eins og þau liggja nú fyrir.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að fela bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi á þeim nótum sem kynntur var á fundinum.

9.Umsókn um kaup á jörðinni Gröf

Málsnúmer 201210002

Bæjarráð þakkar erindi umsækjanda, en beinir því til bæjarstjórnar að ekki sé rétt að selja viðkomandi jörð að svo stöddu, heldur verði skoðaðir frekari möguleikar á nýtingu hennar í tengslum við útivist og friðlýsingu hluta hennar.

Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Íbúalánasjóðs, Innanríkisráðuneytisins, Íslenskra aðalverktaka og einnig fyrirhugðum fræðslufundi heilbrigðisyfirvalda varðandi málið.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

11.Minjasafn/ Samstarfssamningur um byggðasamlag

Málsnúmer 201301106

Lögð fram drög að samstarfssamningi um byggðasamlag vegna Minjasafnsins, en málinu var vísað til bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við önnur aðildarsveitarfélög.

12.Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201205180

Fyrir fundinum lá niðurstaða vinnuhóps sem bæjarstjórn skipaði og var ætlað fara ofan í það með hvaða hætti þeirri þjónustu sem sinnt er af SKA verð best fyrir komið til lengri framtíðar.

Með hliðsjón af því sem fram hefur komið hjá vinnuhópnum telur bæjarráð að ekki sé ástæða til að gera grundvallarbreytingar á skipulagi þjónustu sem sinnt er af SKA.

Lagt er til að myndaður verði nýr vinnuhópur sem fái það hlutverk að gera tillögur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins. Jafnframt skal vinnuhópurinn koma með tillögur að breytingum og/eða þróun á þjónustu SKA. Sá vinnuhópur verði skipaður stjórnendum grunn- og leikskóla, fræðslufulltrúa, leikskólafulltrúa, formanni fræðslunefndar, formanni félagsmálanefndar, félagsmálastjóra, og starfsmanni félagsþjónustu auk bæjarstjóra er stýri starfi hópsins.

Stefnt verði að því að vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir lok maí 2013.

Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Enginn gestur kom í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa og ekkert erindi barst viðkomandi bæjarfulltrúum.

Fundi slitið - kl. 19:45.