Votihvammur/erindi frá íbúum

Málsnúmer 201212016

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 23.01.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Íbúalánasjóðs, Innanríkisráðuneytisins, Íslenskra aðalverktaka og einnig fyrirhugðum fræðslufundi heilbrigðisyfirvalda varðandi málið.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Lagður fram tölvupóstur frá húseigendum í Norðurtúni 23 með beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda vegna skemmda á íbúð.
Einnig lagt fram bréf sem ÍAV sendi íbúum í Túnahverfi á Egilsstöðum og Melbrún og Melbrekku á Reyðarfirði, ásamt skýrslu um ástand húsa.

Varðandi bréf ÍAV er bæjarstjóra falið að óska eftir því við fulltrúa Íslenskra Aðalverktaka að þeir komi og kynni niðurstöður úttektar og mögulegar úrlausnir á fundi með íbúum hverfisins.

Varðandi erindi íbúa Norðurtúns 23 sér bæjarráð sér ekki fært að samþykkja erindið eins og það liggur fyrir. Bæjarráð bendir þó á þann möguleika að óska má eftir endurmati fasteignarinnar. Byggingarfulltrúa falið að setja sig í samband við viðkomandi húseiganda og upplýsa þá um það ferli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Bæjarstjóri kynnti stöðu mála og fór yfir þau atriði sem sveitarfélagið hefur komið að og beitt sér fyrir til lausnar þeirra.

Fram kom hjá honum að fyrirhugaður er fundur ÍAV með eigendum, íbúum og fulltrúum sveitarfélagsins þann 12. mars, varðandi stöðu mála og næstu skref.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri stöðu mála og fór yfir þau atriði sem sveitarfélagið hefur komið að og beitt sér fyrir til lausnar þeirra.

Fram kom hjá honum að fyrirhugaður er fundur ÍAV með eigendum, íbúum og fulltrúum sveitarfélagsins þann 12. mars, varðandi stöðu mála og næstu skref.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi á vegum sveitarfélagsins, sem haldinn var með íbúum og fulltrúum ÍAV sl. þriðjudag.

Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að niðurstaða fáist, svo hægt sé að fara í framkvæmdir við endurbætur strax með vorinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 24.04.2013

Lagður fram tölvupóstur frá Ívari Pálssyni hrl., lögmanni ÍAV, þar sem gerð er grein fyrir fundum sem haldnir hafa verið með öðrum aðilum sem að málinu koma

Bæjarráð ítrekar nauðsyn þess að þegar verið fundin lausn á yfirstandandi vanda íbúa og eigenda eigna í Votahvammi. Það er algerlega óásættanlegt að þeir aðilar sem enga ábyrgð bera á þeim göllum sem eru á eignunum, þurfi að bíða lengur til að hljóta úrlausn sinna mála.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Á fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur frá Ívari Pálssyni hrl., lögmanni ÍAV, þar sem gerð er grein fyrir fundum sem haldnir hafa verið með öðrum þeim aðilum sem að málinu koma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og ítrekar nauðsyn þess að þegar verði fundin lausn á yfirstandandi vanda íbúa og eigenda eigna í Votahvammi. Það er algerlega óásættanlegt að þeir aðilar sem enga ábyrgð bera á þeim göllum sem eru á eignunum, þurfi að bíða lengur til að hljóta úrlausn sinna mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 15.07.2013

Lagt fram bréf frá Ívari Pálssyni varðandi fyrirhugaða lagfæringa ÍAV á íbúðarhúsum á Egilsstöðum og Reyðarfirði, þar sem sveppir hafa fundist td. í þakrýmum. Erindinu fylgir drög að samningi við húseigendur og framkvæmdaáætlun.

Bæjarráð fagnar því að nú sé að komast skriður á þetta mál og að framkvæmdaaðilar hyggi á úrbætur á næstu vikum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá Guðmundi Magna Helgasyni, f.h. ÍAV til íbúa í Votahvammi um stöðu verks við þaklagfæringar.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að framkvæmdir eru hafnar og vonast eftir því að þeim ljúki sem fyrst.