Umsókn um kaup á jörðinni Gröf

Málsnúmer 201210002

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 23.01.2013

Bæjarráð þakkar erindi umsækjanda, en beinir því til bæjarstjórnar að ekki sé rétt að selja viðkomandi jörð að svo stöddu, heldur verði skoðaðir frekari möguleikar á nýtingu hennar í tengslum við útivist og friðlýsingu hluta hennar.

Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar erindi umsækjanda, en telur að ekki sé rétt að selja viðkomandi jörð að svo stöddu. Bæjarstjórn lýsir vilja sínum til þess að skoðaðir verði frekari möguleikar á nýtingu jarðarinnar í tengslum við útivist og friðlýsingu hluta hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (EA)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 15.05.2013

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að skipa vinnuhóp varðandi nýtingu jarðarinnar Grafar skv. fyrri bókunum og erindi frá áhugahópi um skógrækt og útivist.
Jafnframt að hópinn skipi Stefán Bogi Sveinsson fulltrúi bæjarráðs, Þröstur Eysteinsson, fulltrúi áhugahópsins og Esther Kjartansdóttir fulltrúi umhverfis- og héraðsnefndar.
Stefáni Boga falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 178. fundur - 22.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að skipa vinnuhóp varðandi nýtingu jarðarinnar Grafar skv. fyrri bókunum og erindi frá áhugahópi um skógrækt og útivist.
Jafnframt að hópinn skipi Stefán Bogi Sveinsson fulltrúi bæjarráðs, Þröstur Eysteinsson, fulltrúi áhugahópsins og Esther Kjartansdóttir fulltrúi umhverfis- og héraðsnefndar.
Stefáni Boga falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.