Skólaskrifstofa Austurlands

Málsnúmer 201205180

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 23.01.2013

Fyrir fundinum lá niðurstaða vinnuhóps sem bæjarstjórn skipaði og var ætlað fara ofan í það með hvaða hætti þeirri þjónustu sem sinnt er af SKA verð best fyrir komið til lengri framtíðar.

Með hliðsjón af því sem fram hefur komið hjá vinnuhópnum telur bæjarráð að ekki sé ástæða til að gera grundvallarbreytingar á skipulagi þjónustu sem sinnt er af SKA.

Lagt er til að myndaður verði nýr vinnuhópur sem fái það hlutverk að gera tillögur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins. Jafnframt skal vinnuhópurinn koma með tillögur að breytingum og/eða þróun á þjónustu SKA. Sá vinnuhópur verði skipaður stjórnendum grunn- og leikskóla, fræðslufulltrúa, leikskólafulltrúa, formanni fræðslunefndar, formanni félagsmálanefndar, félagsmálastjóra, og starfsmanni félagsþjónustu auk bæjarstjóra er stýri starfi hópsins.

Stefnt verði að því að vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir lok maí 2013.

Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Fyrir fundinum lá niðurstaða vinnuhóps sem bæjarstjórn skipaði og var ætlað að fara ofan í það með hvaða hætti þeirri þjónustu sem sinnt er af Skólaskrifstofu Austurlands (SKA), verð best fyrir komið til lengri framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með hliðsjón af því sem fram hefur komið hjá vinnuhópnum telur bæjarstjórn að ekki sé ástæða til að gera grundvallarbreytingar á skipulagi þeirrar þjónustu sem sinnt er af SKA í dag.

Lagt er til að myndaður verði nýr vinnuhópur sem fái það hlutverk að gera tillögur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins. Jafnframt skal vinnuhópurinn, sjái hann ástæðu til að koma með tillögur að breytingum og/eða þróun á þjónustu SKA.

Bæjarstjórn samþykkir að vinnuhópur verði skipaður bæjarstjóra, er stýri starfi hópsins, fræðslufulltrúa, leikskólafulltrúa, félagsmálastjóra, einum starfsmanni félagsþjónustu, stjórnendum grunn- og leikskóla sveitarfélagsins, formanni fræðslunefndar, formanni félagsmálanefndar og einum fulltrúa tilnefndum sameiginlega af L og D lista.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að hafa umsjón með starfi hópsins. Á næsta fundi bæjarráðs verði staðfestar tilnefningar í hópinn og starfsáætlun hans lögð fyrir. Stefnt verði að því að vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir lok maí 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda aðila í starfshópinn.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri, Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi, Ólöf Ragnarsdóttir leikskólafulltrúi, Guðrún Frímannsdóttir félagsmálafulltrúi, Eygló Sigurvinsdóttir starfsm. félagsmálanefndar.Sigurlaug Jónasdóttir skólastjóri, Íris Randversdóttir skólastjóri, Sverrir Gestsson, skólastjóri, Stefanía Malen Stefánsdóttir skólastjóri, Guðný Anna Þóreyjardóttir leikskólastjóri, Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri, Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar, Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar og Ragnhildur Rós Indriðadóttir tilnefnd sameiginlega af L og D lista.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Skipan bæjarráðs á starfshópnum staðfest.