Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal

Málsnúmer 201301189

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 22.01.2013

Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal

Árni Óðinsson sá sér ekki fært að koma og kynna skýrsluna á þessum tíma. Málinu er því frestað til næsta fundar nefndarinnar sem haldinn verður 26. febrúar nk.

Nefndin býður bæjarfulltrúa velkomna á þann fund til að kynna sér þetta málefni.

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Skráning á landbroti á bökkum Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal. Skýrsla frá Landsvirkjun. Höfundar skýrslunnar eru Elín Fjóla Þórarinsdóttir og Sigurjón Einarsson hjá Landgræðslunni. Árni Óðinsson frá Landsvirkjun mun kynna skýrsluna.

Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna.

Í skýrslunni kemur fram að töluvert og mikið landbrot er á 24% af strandlengju Lagarfljóts. Í ljósi meira vatnsmagns í Lagarfljóti en reiknilíkön gerðu ráð fyrir við hönnun Kárahnjúkavirkjunar, má ætla að það sé hluti af orsökinni. Nefndin leggur áherslu á að gerðar verði athuganir á úrbótum og kostnaðaráætlun á mögulegum rofvörnum þar sem ástandið er alvarlegast svo sem við Hól í Hjaltastaðaþinghá.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Í skýrslu um málið kemur fram að töluvert og mikið landbrot er á 24% af strandlengju Lagarfljóts. Í ljósi meira vatnsmagns í Lagarfljóti en reiknilíkön gerðu ráð fyrir við hönnun Kárahnjúkavirkjunar, má ætla að það sé hluti af orsökinni.

Vísað er til afgreiðslu undir lið 4.2. í þessari fundargerð.