- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Skýrsla frá Landsvirkjun um hreindýratalningar norðan Vatnajökuls 2012.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og þakkar greinagóða skýrslu. Athyglisvert er að fylgjast á þennan hátt með breytingum á hegðunarmynstri dýranna milli ára. Bæjarstjórn hvetur til þess að áfram verði fylgst með stofninum og ítrekar mikilvægi þess að ríkið tryggi Náttúrustofu Austurlands sérgreint fjármagn sem nægir til að standa undir því lögbundna hlutverki sínu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Skýrsla frá Landsvirkjun um hreindýratalningar norðan Vatnajökuls 2012.
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar greinagóða skýrslu. Athyglisvert er að fylgjast með breytingum á hegðunarmynstri dýranna milli ára. Nefndin hvetur til þess að áfram verði fylgst með stofninum. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.