Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

44. fundur 12. febrúar 2013 kl. 16:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Bjartur 2013 - Rathlaup í Jökuldalsheiði. Kynning og ósk um stuðning

Málsnúmer 201302019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 5. febrúar 2013, með beiðni um stuðning við verkefnið Bjartur 2013, sem er ratleikur og fram fer á Egilsstöðum og í Fellabæ í júní og á Jökulsdalsheiði í lok ágúst.

Menningar- og íþróttanefnd frestar afreiðslu um málið og felur starfsmanni að kalla eftir frekari gögnum um málið.

2.List án landamæra, umsókn um styrk

Málsnúmer 201302028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dasett 6. febrúar 2013, með beiðni um styrk til verkefnisins List án landamæra.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 90.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Helga Þórarinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

3.Fundargerð vallaráðs 16. janúar 2013

Málsnúmer 201301220Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar og umræðu fundargerð vallaráðs, dagsett 16. janúar 2013.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að þau atriði í fundargerðinni sem varða viðhald Vilhjálmsvallar og Fellavallar verði tekin til ítarlegrar skoðunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Varðandi vinnuhóp um framtíðaruppbyggingu á vallarsvæðunum, sem getið er í fundargerðinni, leggur menningar og íþróttanefnd til að tilnefningu í hópinn verði frestað til haustsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hvatnig til sveitarfélaga frá UMFÍ

Málsnúmer 201301235Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Menningar- og íþróttanefnd felur starfsmanni að kanna hvernig fyrirkomulagi er háttað varðandi gistinu íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerð samstarfsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 1.2. 2013

Málsnúmer 201302024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar og umræðu fundargerð samstarfsnefndar um skíðasvæðið í stafdal, frá 1. febrúar 2013.

Lagt fram til kynningar.

6.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262Vakta málsnúmer

Fyrir lágu greinargerðir frá félagsheimilunum á Iðavöllum, Hjaltalundi og gamla barnaskólanum á Eiðum vegna útleigu á húsunum árið 2012. Þar sem ekki hefur borist greinargerð frá Arnhólsstöðum er málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

Málsnúmer 201212026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur þjónustukönnun sem gerð var fyrir Fljótsdalshérað, af Capacent, í október og nóvember 2012. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. janúar 2013.

Í ljósi athugasemda sem fram koma í könnuninni og varða menningar- og íþróttamál leggur nefndin áherslu á að á síðasta ári lét hún vinna greinargerð um framtíðaruppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Nefndin leggur áherslu á að tekin verði afstaða til tillagna hennar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 06.02.2013

Málsnúmer 201302042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 6.2. 2013.

Lagt fram til kynningar.

9.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.janúar 2013

Málsnúmer 201302052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 30.1. 2013.

Lagt fram til kynningar.

10.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 23.janúar 2013

Málsnúmer 201302051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 23.1. 2013.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.