Fundargerð vallaráðs 16. janúar 2013

Málsnúmer 201301220

Vakta málsnúmer

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 12.02.2013

Fyrir liggur til kynningar og umræðu fundargerð vallaráðs, dagsett 16. janúar 2013.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að þau atriði í fundargerðinni sem varða viðhald Vilhjálmsvallar og Fellavallar verði tekin til ítarlegrar skoðunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Varðandi vinnuhóp um framtíðaruppbyggingu á vallarsvæðunum, sem getið er í fundargerðinni, leggur menningar og íþróttanefnd til að tilnefningu í hópinn verði frestað til haustsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.