List án landamæra, umsókn um styrk

Málsnúmer 201302028

Vakta málsnúmer

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 12.02.2013

Fyrir liggur bréf, dasett 6. febrúar 2013, með beiðni um styrk til verkefnisins List án landamæra.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 90.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Helga Þórarinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Fyrir liggur bréf, dagsett 6. febrúar 2013, með beiðni um styrk til verkefnisins List án landamæra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 90.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.