Hvatnig til sveitarfélaga frá UMFÍ

Málsnúmer 201301235

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 12.02.2013

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Menningar- og íþróttanefnd felur starfsmanni að kanna hvernig fyrirkomulagi er háttað varðandi gistinu íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefnd felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að kanna hvernig fyrirkomulagi er háttað varðandi gistinu íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins. Jafnframt er tekið undir hvatningu UMFÍ til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að leggja líka sitt af mörkum í þessum efnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 12.03.2013

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar 2013.

Jafnframt liggja fyrir svör þriggja skólastjóra um afnot íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til við fræðslunefnd að gerð sé samræmd gjaldskrá fyrir gistingu íþrótta- og æskulýðshópa sem auðveldi þessum aðilum að sækja sveitarfélagið heim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar 2013.

Jafnframt liggja fyrir svör þriggja skólastjóra um afnot íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar leggur bæjarstjórn til við fræðslunefnd að gerð sé samræmd gjaldskrá fyrir gistingu íþrótta- og æskulýðshópa sem auðveldi þessum aðilum að sækja sveitarfélagið heim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.