Bjartur 2013 - Rathlaup í Jökuldalsheiði. Kynning og ósk um stuðning

Málsnúmer 201302019

Vakta málsnúmer

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 12.02.2013

Fyrir liggur bréf, dagsett 5. febrúar 2013, með beiðni um stuðning við verkefnið Bjartur 2013, sem er ratleikur og fram fer á Egilsstöðum og í Fellabæ í júní og á Jökulsdalsheiði í lok ágúst.

Menningar- og íþróttanefnd frestar afreiðslu um málið og felur starfsmanni að kalla eftir frekari gögnum um málið.

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 46. fundur - 09.04.2013

Fyrir liggur bréf, dagsett 5. febrúar 2013, með beiðni um stuðning við verkefnið Bjartur 2013, sem er ratleikur og fram fer á Egilsstöðum og í Fellabæ í júní og á Jökulsdalsheiði í lok ágúst. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 70.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Fyrir liggur bréf, dagsett 5. febrúar 2013, með beiðni um stuðning við verkefnið Bjartur 2013, sem er ratleikur og fram fer á Egilsstöðum og í Fellabæ í júní og á Jökulsdalsheiði í lok ágúst. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 70.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.