- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201301099
Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags. 19.12.2012, fyrir Hlymsdali.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201301157
Lögð er fram fundargerð 107. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands dags. 14.01.2013.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201106139
Tölvupóstur dags. 08.01.2013, þar sem Anna Birna Snæþórsdóttir kt.091048-4189, sækir um að fá stöðuleyfi fyrir vinnuskúr og leyfi til að geyma heyvinnutæki á lóðarspildu, sem samþykkt var á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 12.12.2012. Bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefnar þann 09.01.2013.
Formaður bar upp eftirfarandi tillögu:
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu og vísar að öðru leyti í bókun nefndarinnar þann 12.12.2012 um leigusamning.
Tillagan borin upp,
já sögðu 4 (SR, JG, EK og RRI) einn situr hjá (ÓVB).
Málsnúmer 201102140
Erindi dags. 07.01.2013 þar sem Jón Geir Pétursson og Guðríður Þorvarðardóttir f.h. umhverfisráðherra, óska eftir að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu og upplýsi ráðuneytið sem fyrst um afgreiðslu málsins.
Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umrædda stækkun á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Nefndin tekur undir með vinnuhópi samanber minnisblað dags. 05.12.2012, mikilvægi þess að stækkuninni fylgi fjölgun starfa á Austursvæði.
Tillagan borin upp, já sögðu 3 (SR, EK og RRI) 2 sitja hjá (ÓVB og JG).
Málsnúmer 201301160
Erindi dags. 09.01.2013 þar sem Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri, f.h.forstöðumanns Minjastofnunar, tilkynnir um ný lög um menningarminjar nr. 80/2012, sem tóku gildi 1.janúar 2013.
Lagt fram til kynningar.
Málsnúmer 201212026
Lögð er fram þjónustukönnun Capacent Gallup október - nóvember 2012. Málið var áður á dagaskrá 09.01.2013.
Í ljósi framkominna athugasemda leggur Skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við að finna leiðir til að bæta þjónustu og samskipti við íbúana. Nefndin mun endurskoða verklag við vetrarþjónustu í sveitarfélaginu.
Ennfremur mun nefndin hafa aðrar athugasemdir til hliðsjónar við gerð verkefnaáætlunar.
Málsnúmer 201301187
Erindi dags. 18.01.2013 þar sem Guðmundur Magni Bjarnason kt.060284-2109, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Laufás 3, Egilsstöðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að setja málið í grenndarkynningu samkvæmt 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Málsnúmer 201301021
Til umræðu var lóðamál Iðavalla.
Málið er í vinnslu.
Málsnúmer 201207048
Erindi dags. 29.06.2012 þar sem Jón Pétursson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun efnistökusvæðis á Kollstaðamóum í landi Kollsstaða á Fljótsdalshéraði.
Fyrir liggur ákvörðun skipulagsstofnunar um matsskyldu. Málið var áður á dagskrá 14.11.2012.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga og gagna og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Málsnúmer 201210040
Erindi dags. 05.10.2012 þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189, f.h. Ófeigs Pálssonar kt.080850-2049, sækir um byggingarleyfi fyri viðbyggingu við íbúðarhúsið að Eyvindará 2.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Eyvindará II ásamt athugasemdum við grenndarkynningu sem eru:
Athugasemd dags. 16.01.2013 frá Erlu Vilhjálmsdóttur, Sigrúnu M. Vilhjálmsdóttur, Agnesi Brá Birgisdóttur.
Athugasemd dags.16.01.2013 og Bóasi Eðvaldssyni f.h.Eyvindarár ehf. dags.23.01.2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að komið verði til móts við framkomar athugasemdir. Nefndin vísar að öðru leyti í niðurstöðu fundar með íbúum þann 28.12.2012.
Málsnúmer 201110098
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.11.2012 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Norðvestursvæði Egilsstaða á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 10.09.2012 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 28.11.2012 til 10.01.2013 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 10.01.2013 ein athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dags. 01.12.2012, þar sem gerð er athugasemd við kafla 3.3.3 þar sem segir að plön við olíudælu að miðvangi 12 skuli vera malbikuð eða hellulögð. Gerð hefur verið leiðrétting á kafla 3.3.3 til samræmis við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt skilmálum verði samþykkt óbreytt og tillagan send Skipulagsstofnun til meðferðar.
Fundi slitið - kl. 19:40.