Deiliskipulag hjúkrunarheimili og kirkja

Málsnúmer 201110098

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 88. fundur - 23.01.2013

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.11.2012 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Norðvestursvæði Egilsstaða á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 10.09.2012 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 28.11.2012 til 10.01.2013 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 10.01.2013 ein athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dags. 01.12.2012, þar sem gerð er athugasemd við kafla 3.3.3 þar sem segir að plön við olíudælu að miðvangi 12 skuli vera malbikuð eða hellulögð. Gerð hefur verið leiðrétting á kafla 3.3.3 til samræmis við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt skilmálum verði samþykkt óbreytt og tillagan send Skipulagsstofnun til meðferðar.Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 21.11.2012 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Norðvestursvæði Egilsstaða á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 10.09.2012 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 28.11.2012 til 10.01.2013 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 10.01.2013 ein athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dags. 01.12.2012, þar sem gerð er athugasemd við kafla 3.3.3 þar sem segir að plön við olíudælu að Miðvangi 12 skuli vera malbikuð eða hellulögð. Gerð hefur verið leiðrétting á kafla 3.3.3 til samræmis við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, ásamt skilmálum, verði samþykkt óbreytt og tillagan send Skipulagsstofnun til meðferðar.

Samþykkt með handauppréttingu.með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir hjásetu sinni.