- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Erindi dags. 07.01.2013 þar sem Jón Geir Pétursson og Guðríður Þorvarðardóttir f.h. umhverfisráðherra, óska eftir að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu og upplýsi ráðuneytið sem fyrst um afgreiðslu málsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Bæjarstjóra er falið að svara framangreindu erindi og kalla eftir afstöðu ráðuneytisins til nokkurra þátta í niðurstöðum starfshóps um stækkunina, m.a. um þörf á fleiri starfsmönnum á austursvæði þjóðgarðsins í kjölfar stækkunarinnar. Málið verður tekið fyrir að nýju í bæjarstjórn að fengnum viðbrögðum ráðuneytisins.
Samþykkt með handauppréttingu.með 6 atkv. 2 á móti (ÁK. RRI) og 1 sat hjá (KS)
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst ekki gegn hugmyndum um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á Austursvæði, er fram koma í erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 7. janúar 2013, enda leiði slík stækkun til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með m.a.:
· Fjölgun heilsársstarfa á svæðinu m.a. með stöðu hálendisfulltrúa er sinni fræðslu og eftirliti á því landsvæði er vinnuhópur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að verði hluti þjóðgarðsins í fyrsta skrefi, auk þess að aðstoða við skipulag svæðisins.
· Fjölgun landvarðarstarfa yfir sumarmánuðina og fram á haust.
· Að kynning á starfsemi og umfangi þjóðgarðsins verði efld á Egilsstöðum, sem eru gatnamót umferðar ferðamanna og annarra til og frá á Austurlandi.
Jafnframt leggur bæjarráð Fljótsdalshéraðs áherslu á að almenn sátt verði tryggð við nærsamfélagið og hagsmunaaðila um umgengni í landi þjóðgarðsins enda sé slík sátt lykillinn að farsælli þróun þjóðgarðsins til framtíðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs leggst ekki gegn hugmyndum um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á Austursvæði, er fram koma í erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 7. janúar 2013, enda leiði slík stækkun til áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með m.a.:
· Fjölgun heilsársstarfa á svæðinu m.a. með stöðu hálendisfulltrúa er sinni fræðslu og eftirliti á því landsvæði er vinnuhópur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að verði hluti þjóðgarðsins í fyrsta skrefi, auk þess að aðstoða við skipulag svæðisins.
· Fjölgun landvarðarstarfa yfir sumarmánuðina og fram á haust.
· Að kynning á starfsemi og umfangi þjóðgarðsins verði efld á Egilsstöðum, sem eru gatnamót umferðar ferðamanna og annarra til og frá á Austurlandi.
Jafnframt leggur bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs áherslu á að almenn sátt verði tryggð við nærsamfélagið og hagsmunaaðila um umgengni í landi þjóðgarðsins enda sé slík sátt lykillinn að farsælli þróun þjóðgarðsins til framtíðar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Erindi dags. 07.01.2013 þar sem Jón Geir Pétursson og Guðríður Þorvarðardóttir f.h. umhverfisráðherra, óska eftir að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu og upplýsi ráðuneytið sem fyrst um afgreiðslu málsins.
Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umrædda stækkun á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Nefndin tekur undir með vinnuhópi samanber minnisblað dags. 05.12.2012, mikilvægi þess að stækkuninni fylgi fjölgun starfa á Austursvæði.
Tillagan borin upp, já sögðu 3 (SR, EK og RRI) 2 sitja hjá (ÓVB og JG).