Náttúruskoðunarferðir á Héraðssand

Málsnúmer 201302103

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Kynntar hugmyndir að skipulögðum ferðum út á Héraðssand.

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að svæðið er á náttúruminjaskrá og á skrá yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði í Evrópu vegna mikilvægis fyrir stofna lóms, flórgoða, grágæsar og kjóa. Við Héraðsflóa er stærsta selalátur Austurlands og er talið að um 3 % selastofnsins haldi til þar.

Auk þess liggur ekki fyrir samþykki Landgræðslunnar um umferð um svæðið.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Lagt fram erindi frá Hafþóri Vali Guðjónssyni vegna fyrirhugaðra náttúruskoðunarferða með traktor og heyvagn út á Héraðssand.

Bæjarráð fagnar nýjum hugmyndum í afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umræddan akstur eftir tilgreindri slóð um land Hóls og Hólshjáleigu með eftirfarandi skilyrðum:

- Rekstraraðili geri nauðsynlegar ráðstafanir til að slóðin spillist ekki og hafi samráð við sveitarfélagið sem landeiganda um þær aðgerðir.

- Rekstraraðili afli allra nauðsynlegra leyfa frá viðeigandi yfirvöldum og uppfylli öll skilyrði náttúruverndarlaga og annarrar löggjafar sem um akstur sem þennan gilda.

- Rekstraraðili hafi samráð við aðra landeigendur og hagsmunaaðila, t.a.m. Landgræðslu ríkisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Lagt fram erindi frá Hafþóri Vali Guðjónssyni vegna fyrirhugaðra náttúruskoðunarferða með traktor og heyvagn út á Héraðssand.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar nýjum hugmyndum í afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu.

Bæjarstjórn samþykkir umræddan akstur eftir tilgreindri slóð um land Hóls og Hólshjáleigu með eftirfarandi skilyrðum:

- Rekstraraðili geri nauðsynlegar ráðstafanir til að slóðin spillist ekki og hafi samráð við sveitarfélagið sem landeiganda um þær aðgerðir.

- Rekstraraðili afli allra nauðsynlegra leyfa frá viðeigandi yfirvöldum og uppfylli öll skilyrði náttúruverndarlaga og annarrar löggjafar sem um akstur sem þennan gilda.

- Rekstraraðili hafi samráð við aðra landeigendur og hagsmunaaðila, t.a.m. Landgræðslu ríkisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.