Áskorun um tiltekt

Málsnúmer 201205223

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 26.02.2013

Erindi frá umhverfisstofnun um bætta umgengni og umhirðu lands til að fækka slysagildrum fyrir hreindýr.

Umhverfis- og héraðsnefnd lýsir ánægju sinni yfir að vel hafi tekist til við að fækka slysagildrum fyrir hreindýr. Nefndin hvetur landeigendur til að hafa áfram vakandi auga fyrir og ráða bót á slysagildrum fyrir skepnur á landareignum sínum.

Samþykkt með handauppréttingu (ÁS, EK, AÁ, BG)

(MK) sat hjá.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Erindi frá Umhverfisstofnun um bætta umgengni og umhirðu lands til að fækka slysagildrum fyrir hreindýr.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir ánægju sinni yfir að vel hafi tekist til við að fækka slysagildrum fyrir hreindýr. Bæjarstjórn hvetur landeigendur og aðra línu- og girðingaeigendur til að hafa áfram vakandi auga fyrir og ráða bót á slysagildrum fyrir skepnur á landareignum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.